Ef ég "segði mig til sveitar"

Eins og þið kanski hafið tekið eftir eignaðist ég um daginn nýjan vin. Einu sinni var ég búin að heita sjálfri mér því að bindast ekki vinaböndum öðrum en þeim sem ég væri skyld eða tengd með einhverju móti. Tengdir gætu þá verið þeir sem ég, börnin mín og barnabörnin tengjast, eða þá fólk sem mér væri vel við af öðrum orsökum.

En svo er ég búin að finna út að fyrrum sveitungar mínir, og jafnvel uppsveitamenn, eins og Bjarni Harðar, eiga fyllilega skilið að vera með.                Á þeim slóðum býr bara gott fólk, og auðvitað eins þó það  hafi svo komið sér fyrir í öðrum sóknum.

Reyndar er ég á því að mér gæti komið vel að hafa þá, þar efra, mín megin ef til þess kæmi að ég þyrfti að segja mig til sveitar á gamals aldri. Þá myndi ég væntanlega send upp í hrepp?   Ó - mæ! nú fattaði ég eitt. Var ekki fólkið í gamla daga sent til sinnar fæðingarsveitar?    Ó jú - Mosfellssveitin myndi það verða, en hún er ekki lengur til - hvað þá?

Nei, auðvitað verður ekkert svona vesen með mig, en það er ekki svo langt síðan þetta var alvanalegt og reyndar er nútímavistun gamalmenna stundum með keim af hreppaflutningum.

Þessi nýi vinur bað mig endilega að halda áfrm að skrifa um Hrunamenn. Ekki lái ég honum það, okkur finnst öllum sem þaðan komum, gaman að heyra af mönnum og málefnum í þeirri sveit. En það er nú spurning hvort endalaust er hægt að halda áfram með sögur frá fyrri tíð? Ég gæti jafnvel slysast til að skálda óvart eitthvað um þá sem síst skyldi. Reyndar væri gaman að búa til sögu um Grafarbakkabræður eða þá eitthvað af leynifundum Arnar bróður míns og Bjarna á Hverabakka. Það gætu alveg orðið magnaðar sögur. Ég gæti líka fært mig nær í tíma og sagt frá næturlífi ungmenna í Hrunamannahreppi um 1960. Það væri sniðugt, en þyrfti þó að fara verlega. Jú líklega er enginn vandi að halda svolítið áfram, bara ekki akkúrat núna, ég ætla að skrifa á nokkur jólakort.

En ég fékk út úr prófinu í dag, ég verð að segja frá því. Prófinu um Indland, sem við í níunda M.A. tókum í síðustu viku. Ég fékk 9,9 og var heldur kát. Ég átti að vísu enga bók og las ekki heima, ég var heldur ekki hæst, en bara ánægð samt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú gætir skrifað um sveitasímatímabilið, það er alveg frábær tími ,

kanntu eitthvað um hann? Ég er búinn að falast efti því að einhver skrifi um

þennan tíma, bæði hef ég talað um það á umræðuhorni Skarps hér á

Húsavík, á moggablogginu og í Bæjarins besta á Ísafirði, en engin

hefur sinnt þessari ósk mynni.

það þarf að gefa út bók um þessi mál, það mundu allir kaupa hana.

Með ósk um að þú, eða einhver taki til hendinni og riti um þetta.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.12.2007 kl. 20:48

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Takk fyrir traustið - skilaðu kveðju til allra á Húsavík. Við sjáum svo hvað setur með skriftamál. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 5.12.2007 kl. 21:01

3 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Til hamingju með níu,níuna!

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 6.12.2007 kl. 00:04

4 identicon

Ljósrita aukaeintak handa Helgu. Til hamingju með prófið. Það væri gaman að heyra um sveitasímann. Man aðeins eftir honum.  Fannst verst að það var ekki svona heima hjá mér. Stillt veður og 10°C og minnir mann ekki beint á aðventuna.Kveðja frá Odense.

Kristín (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 09:40

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Til hamingju með prófið, frænka.´

En um ofanskráð blogg: Þér yrði ekki í kot vísað yrðir þú send á þína fæðingarsveit. Fæðingarstaðurinn var nefnilega árið sem þú fæddist færður undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur!

Myndi hengja hér við mynd af kotinu ef ég kynni að setja mynd inn í athugasemd!

Góð kveðja í bæinn

Sigurður Hreiðar, 6.12.2007 kl. 15:53

6 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Siggi Hreiðar: það er einfaldara en þú heldur að setja mynd í athugasemd. Þú finnur mynd sem verður að vera á netinu, hægrismellir-copy-og svo paste í athugasemdarfærslunni. Passaðu bara að hún sé ekki risastór. Bíð nú spennt eftir myndinni frá þér frændi .

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 6.12.2007 kl. 17:51

7 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Mamma: Una sýgur bara safann úr mandarínunum! Fann fullt af djúslausum rifjum í playmo-húsinu hennar Júlíu Katrínar .

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 6.12.2007 kl. 17:53

8 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Já - ég sá þetta í glasinu líka. Það er ekki einleikið átlagið á börnum og barnabörnum.  Hér hefur hún aðallega sótt í jacobskex og vatn, ætli sé hægt að lifa af því?

Helga R. Einarsdóttir, 6.12.2007 kl. 18:51

9 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Til hamingju með nýja bloggvininn. Ég tel það heiður að fá að vera bloggvinkona þín.

Það væri gaman ef þú skrifaðir um ungmennin um 1960. Auðvitað tímabil sem höfðar til mín Jú og það eldra líka. Gaman að lesa það. 

Ðrófið 9,9 það er nú frábært og átt ekki einu sinni bókina.  

Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.12.2007 kl. 12:32

10 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Takk fyrir þetta, Guðbjörg drifhöfundur. Ég spreyti mig á þessu einn góðan veðurdag.

kv.

Sigurður Hreiðar, 7.12.2007 kl. 19:10

11 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Uss, þetta átti að vera drithöfundur. Ég er bara miklu vanari að skrifa um drif en drit…

Sigurður Hreiðar, 7.12.2007 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 197621

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband