4.12.2007 | 20:13
Það eru engar deilur í Hrunamannahreppi
Mikið getur sjónvarpið bullað, og reyndar margir aðrir fjölmiðlar líka. Upphrópun til kynningar á Kastljósi hljóðaði einhvenvegin svona: "Deilur í Hrunamannahreppi vegna riðusýkingar á bæ þar"? Svo rúllaði Kastljósið áfram og í ljós kom að það sem málið snerist um var seinagangur og rugl í kerfinu, þras á milli opinberra stofnana, en kom Hrunamönnum bara ekkert við. Nema náttúrulega honum Sigga í Gróf og kindunum hans. Það eru þau sem fá að finna fyrir klúðrinu hjá snillingunum í kerfinu. Það ætti að byggja fleiri glæsihallir fyrir þessar stofnanir, þá kannski gætu þær skilað þeirri vinnu sem til er ætlast sómasamlega?
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 197621
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þeir þvæla oft í fjölmiðlunum.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.12.2007 kl. 20:20
Svei,skömm og skítalykt... er að skrifa jólakort
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 5.12.2007 kl. 00:36
Það verður að standa betur að þessu. Þetta er ekki að gerast í fyrsta sinn en vafaatriðin eru mörg. Þetta er nógu ömurlegt samt. Hef aðeins kynnst þessu. Sniðugt að hafa einn skreytingardag, þá er það afgreitt. Kveðja frá Odense.
Kristín (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 08:22
Þessir blessaðir ráðamenn sem fara með riðumál virðast ekkert vita hvað þeir eru að gera eða hvað þeir eiga að gera í þessum riðumálum
Fjáreigandi (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.