30.11.2007 | 19:24
Kynlaus veröld
Þessari fyrirsögn stal ég úr sjónvarpinu. Það var eitthvert fólk að tala um börn, og bleikt og blátt og allt það rugl sem hefur verið í umræðunni síðustu viku. Ég horfði ekki, en heyrði svona álengdar annað hvert orð. Þess vegna greip ég þessa fyrirsögn og tengdi hana við það sem einhverjum datt í hug í skólanum um daginn í sambandi við þetta " allir eins" þema sem hefur verið í gangi.
Þið hafið séð bíómyndir sem hafa verið gerðar til þess að sýna: væntanlega, mögulega, kannski löngu orðna, heimsókn utanúr geimnum. Fljúgandi diskar eru þá látnir lenda hér eða þar á jörðinni og Marsbúarnir koma þar út til að kynna sér lífið á jörðinni.
Og hvað einkennir svo þessa Marsbúa, annað en að vera yfirleitt litlir og ljótir? Jú, þeir eru allir eins, hvorki strákar eða stelpur og allir eins klæddir. Kannski við séum bara á réttri leið í þróunarsögunni, einu eða tveimur skrefum á eftir þeim sem búa úti í geimnum, við erum líklega að verða kynlaus og einkennalaus, allur heimurinn ein heild, númeruð en ekki nefnd og notum eitt mál eða tákn til samskipta. Er nokkuð hægt að sporna við eðlilegri þróun?
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þá er Gummi búinn að segja þér þetta skemmtilega. Fannst þér það ekki skemmtilegt?
Hlakka til að sjá ykkur á morgun
Josiha, 30.11.2007 kl. 19:26
Jú mér fannst það skemmtilegt, en ég mátti engum segja, má ég það núna?
Helga R. Einarsdóttir, 30.11.2007 kl. 19:57
Æ þú verður að spurja Gumma. Ég þori ekki að segja neinum ennþá. Gummi ræður, hehe.
Josiha, 30.11.2007 kl. 21:12
Ég þegi þá aðeins lengur. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 30.11.2007 kl. 21:34
haha ég veit leyndóið ... frábært!
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 1.12.2007 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.