28.11.2007 | 21:20
Kreppappír og túpulím - bærinn slapp vel frá þessu
Á föstudaginn er skreytingadagurinn. Það er dagurinn sem við notum til að skreyta skólastofurnar fyrir jólin. Öllum finnst lang best að gera þetta bara allir í einu, á tveim síðustu tímunum fyrir hádegi. Ef einhver eð að skreyta en aðrir ekki fer allt uppíloft og úr skorðum. Hvað ætli sé hægt að læra í stofunni við hliðina á þeim sem eru að búa til músastiga?
Við erum nú reyndar orðin svo stór í níunda bekk að við erum hætt að búa til músastiga - eða svona að mestu leyti. Við á unglingastiginu fáum aðeins að nota hugmyndaflugið og gera það sem andinn innblæs, og það er nú svona sitt af hverju. Þess vegna þarf svo líka að viða að efni í öll herlegheitin. Kartonpappír, bómull, lím í túpum, límstifti, tvinni, glimmer, gullpennar, jólapappír, pakkabönd, seríur þvottaklemmur girni og svo margt annað, sín ögnin af hverju. Við fórum í dag tvö saman í innkaupaferð. Byrjuðum í Júróprís, þar fást nefnilega ótrúlegustu hlutir, og bara frekar ódýrt sumt. Sumir halda að þegar við förum í svona leiðangra til að eyða peningum frá bænum sé okkur skítt sama hvað það kostar, en það er nú bara ekki svoleiðis, þetta eru peningarnir okkar líka.
Þarna fengum við jólapappírinn og pakkaböndin, bómullina og límbandið. Seríur voru ekki til nema með mörgum ljósum, við ætluðum bara að kaupa frekar litlar. Tókum samt nokkrar.
Ég keypti mér piparkökur fyrir eigin krónur til að eiga með miðdagskaffinu. Við eigum nokkrar saman einskonar matarkistu, þar sem við geymum kex og súkkulaði með öðru góðgæti til að renna í síðdegis.
Enn var mikið eftir á listanum. Við vissum líka alltaf að við myndum þurfa að fara í prentsmiðjuna eftir öllum pappírnum. Þangað lá leiðin næst. Þegar inn kom var þar allt öðruvísi en síðasta ár. Engin búð? og þá auðvitað ekkert hægt að fá nema pappírinn einan. Við lögðum inn pöntun og fórum út.
Enn áttum við eftir að ná í gullpenna, kreppappír, klemmur, túpulím og stifti og reyndar ýmislegt fleira. "Offis one" - það er útlend búð í hótelinu. Þar sem einu sinni var umferðarmiðstöð eða "Ice in að bucket" (önnur útlend búð) eða eitthvað sem ég man ekki. Við þangað.
Þar var til rauður kreppappír og ein rúlla græn. Límstifti og gull og silfurpennar, dúkahnífar hundódýrir. Annars voru nú sparnaðaráform fyrir hönd bæjarins óðum að fjara út. það verður bara áð grípa það sem til er hvar sem það er. Við létum þetta duga í bili. Ef allt væri í óefni á föstudag yrði bara að rjúka út til neyðarráðstafana.
Túpulímið hvíldi þó þungt á mér, svo ég fór, um leið og ég skrapp í fiskbúðina eftir vinnu, í T.R.S. Þar held ég þó að ekki sé mikið hægt ð græða fyrir bæinn, en það varð að hafa það - límið. Þarna fann ég líka kreppappír í nokkrum litum svo ég keypti hann og túpulím eins og ég taldi þurfa. Einstakt lán var að þarna er víst bærinn í viðskiptum svo ég þurfti ekkert að gera nema leggja nafnið mitt við orðinn hlut. Ég hlýt að klóra mig út úr því ef gert verður veður vegna þessa.
Ég endaði svo á því að kaupa til heimilisins í Bónus og laumaði þremur pökkum af þvottaklemmum með. Skítt með það, ég bara gef bænum þessar klemmur, stend ekki í nótuveseni og innheimtu fyrir 500 kall. Kannski ég geti vonað að mér verði það til góðs, bærinn hlýtur að kunna að meta svona góðverk? Þá held ég að flest sé fengið og hlakka til föstudagsins þegar allt þetta dót kemst í gagnið.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 197622
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Helga mín
óvænt og hlýlegt að rekast á þig. Langaði bara til að segja hæ :)
kærar kveðjur frá Kaupmannahöfn
Edda
ps...þú ert frábær penni
Edda (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 23:10
Nohh... mín bara farin að halda uppi heilu sveitafélagi, og það með þvottaklemmum.
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 29.11.2007 kl. 01:21
Æ þú ert svo samviskusöm, ef þú værir við völd ætti bærinn kannski einhverja aura. Helga í bæjarpólítíkina, ég kýs þig sko 100%
Pálína Vigdís Sigtr. (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 10:55
Takk fyrir uppörvani kveðjur - Guðbjörg og Pálína.
Og Edda! Þú trúir ekki hvað ég varð glöð fá frá þér lífsmark. Viltu senda mér póst á hresk@mi.is? kv.
Helga R. Einarsdóttir, 29.11.2007 kl. 16:33
Mig langar að fara að föndra í staðinn fyrir að læra... :(
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 16:53
oooo spennandi morgundagur hjá þér
Það er alltaf gaman að brainstorma (útlenskt orð
) og föndra eitthvað sniðugt.
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 29.11.2007 kl. 18:58
Gaman að fara að skreyta og gera það sem andinn blæs manni í brjóst. Já. ef allir spöruðu svona vel fyrir bæinn sinn, þá værum við í góðum málum.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.11.2007 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.