Þar má reka við án þess að eftir því sé tekið

Um helgina fór ég fjórar ferðir yfir Hellisheiði, sem er nú heldur mikið á minn mælikvarða. Frá rennandi blautu barnsbeini hef ég farið þessa leið, fyrstu árin svona tvisvar  til fjórum sinnum á ári, en síðan oftar eins og eðlilegt er.

Það hefur alltaf verið fýla í grennd við Hveradali.  Misjafnlega ágeng eftir vindum. Hverafýlan, sem ekki þekktist heima í sveitinni þó við ættum heima á barmi sjóðandi hvera. Ekki einu sinni Vaðmálahverinn, stór og djúpur, bullandi neðan úr iðrum jarðar, kannski alveg frá fjandanum sjálfum, gaf frá sér minnsta vott af svona fýlu.

Þessi venjulega hverafýla hefur aldrei verið mjög sterk, eiginlega oftast svona eins og væg prumpufýla, og getur verið að ókunnugir hafi stundum misreiknað sig og litið ferðafélaga hornauga. En núna, í seinni tíð, er engin hætta á þesskonar  ranghugmyndum. Svo magnaðan fnyk sem nú leggur þarna með hlíðum og smýgur í bíla getur enginn mennskur maður framleitt.

Þetta kemur frá borholunum. Nú er borað dýpra en áður, og getur það verið rétt sem mér dettur í hug, að fýlan verði stækari eftir því sem dýpra er borað? Ef svo er þá ætla ég bara að biðjast undan frekari borunum á heiðinni. Eða þá að orkuveitan bori líka fyrir okkur vegfarendur - göng undir heiðina - tvenn göng, ein í hvora átt.  Þeir eru að bora þarna hvort sem er.DSCF5079DSCF5080


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já hvernig væri það nú, bara göng í gegn!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 21:02

2 identicon

Heyrðöö.

Það erö marger sem ferðast þetta tvesvar á kverjum deigi. Prömpöfílan hlýtur að veraa að dreepa þá.

 pís.  Stölle.

Stulli Skaf. (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 19:58

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Mér finnst þetta nú óþarfa pempíuháttur Stulli minn, að þora ekki að gefa sig fram þó minnst sé á prump!

Helga R. Einarsdóttir, 27.11.2007 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 197622

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband