26.11.2007 | 18:11
Það er svo mörgu breytt - bara til að breyta?
Og ég finn ekki að það pirri mig meira nú en það hefur alltaf gert. Þess vegna vil ég ekki kannast við að þetta sé aldurstengd andúð á breytingum. Þegar "Prins pólóið" fékk annað útlit fannst mér það slæmt, enda breyttist bragðið um leið þó enginn vildi viðurkenna það.
Breytingar á umbúðum matvöru er tilgangslaus og til þess eins að gera kúnnunum erfiðara fyrir að finna í hillunum. Ég hef lúmskan grun um að margar breytingar séu gerðar vegna hugmynda og eftir tillögum einhverra markaðsfræðinga og útlitshönnuða sem fá borgað fyrir svoleiðis brölt. Og ekki er það til hagsbóta fyrir okkur óbreytta neytendur.
Og ég skil hreint ekki hvers vegna þurfti að breyta útlitinu hér hjá Mogganum? Skiptir mig kannski ekki neinu máli, en einhvernvegin grunar mig að einhver hafi fengið borgað fyrir að búa þetta til og breyta. Og er ekki nóg annað við peningana að gera? Ég bara spyr?
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyrðö. Er ekki sonur þinn í þessum bransaa að búa til hlööti og breytaa? Hvaðan fékk hann öppelldið, haa??
pís. Stulli.
Stulli Skafrenningur (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 19:55
Ertu einhversstaðar hangandi á flugvelli?
Helga R. Einarsdóttir, 27.11.2007 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.