" Að lífið sé skjálfandi lítið gras"

"Má lesa í kvæði eftir Matthías"  Það er undarlegt ástand hérna núna. Jarðskjálftahrina svo mögnuð að við tökum eftir henni. Enda eru upptökin víst bara hérna fyrir austan mjólkurbúið.  Það skelfur oft án þess að nokkur viti af því, en þegar við sátum við matarborðið áðan heyrðum við þungan dyn, og svo dálítinn titring undir fótunum. Svo kom annar og annar og miklu fleiri. Þrír víst svo öflugir að það glamraði í gleri í skápum.  Annars er það aðallega þyturinn og drunurnar sem maður tekur eftir.

Það er misjafnt eftir því hvar húsin standa hvernig áhrifinn finnast. Við höfum hingað til verið heppin, ekkert hefur farið á flug hér innanhúss, ekki einu sinni í 2000 skjálftunum sem voru þó nokkuð snarpir. Nú hef ég engan heyrt eða fundið í svona korter -  ekki átti ég að segja þetta - ég heyrði í einum, en fann lítið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Max gengur hér urrandi um gólf

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 20.11.2007 kl. 22:01

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Æ - greyið - fær hann ekki að sofa á milli? Ég ætla að fá mér ibufen fyrir svefninn svo ég sofi titringinn af mér. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 20.11.2007 kl. 22:31

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég man eftir svona þyt og áður en þyturinn og skjálftinn kom fældist páfagaukurinn minn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.11.2007 kl. 23:00

4 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Hann rýkur upp við minnsta þyt...t.d.núna

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 20.11.2007 kl. 23:24

5 identicon

Það er aldeilis... allt er með kyrrum kjörum hér í 101.

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 00:24

6 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Spennandi svona skjálftahrinur -- en alveg ágætt að vera laus við þann spenning. Svona fjandi gekk yfir í Borgarfirðinum eitt árið sem ég átti heima þar. Man sérstaklega eftir einum kippnum, var staddur inni á bókasafninu í Bifröst þegar ég hélt að loftljósin myndu koma niður og etv. eitthvað af hillunum steypast fram á gólf.

Vona að þessi fjandi verði ekki að skaða.

Sigurður Hreiðar, 21.11.2007 kl. 08:54

7 identicon

Sýnist á fréttum að það hafi skolfið hjá ykkur í nótt. Kveðja heim.

Kristín G. (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 08:56

8 identicon

Spennandi, magnað að heyra drunurnar sem fylgja þessu.

mýrarljósið (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 11:52

9 Smámynd: GK

Já, skjálftarnir gerðu boð á undan sér með drunum á Hlöðum. Síðan hrikti í stoðum hússins. Oft nokkuð vel bara.

GK, 21.11.2007 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband