Ég er að grafa upp sögur og vísur frá frændum okkar Jónasar

Það er sitthvað við að fást. Nú datt mér í hug að leita á netinu að vísbendingum um ritsnilli forfeðra og horfinna ættingja. Á laugardaginn á nefnilega að halda einskonar fjölskylduboð fyrir ættingja Jónasar. Já, þess sama Jónasar sem hefði orðið 200 ára síðasta föstudag hefði hann lifað. En auðvitað var það borin von frá byrjun. Jafnvel ekki  enn, á árum tækni og endalausra framfara, svo ég tali nú ekki um peninga, hefur tekist að láta nokkurn mann lifa svo lengi. 

   Mér hefur eiginlega ekki orðið ágengt að neinu gagni. Hann langafi, Tómas á Völlum virðist vera sá eini sem eitthvað fékkst við að skrifa, og hann bjó til vísur.  Eina fann ég kunnuglega um prestinn sem átti að sofa úti í hlöðu hjá flónum og lúsunum. Það bjó langafi til og þykir mér merkilegt. Merkilegra þó að lesa hver voru tildrögin að þessum kveðskap. Hann hélt víst að langamma væri skotin í einhverjum strák í sveitinni. Ja svei! Margur heldur mig sig.  Ég fann fullt að vísum sem eru ortar til einhverra stelpna með ókunnugum nöfnum. Það kom svosem ekki á óvart, ég vissi alltaf að hann hljóp útundan sér.

Hann orti líka fallega vísu um son sinn sem dó svo ungur. Hana þekkti ég án þess að vita: " Pabbi minn, pabbi minn, pabbi segir hann Steini".  Steingrímur dó þegar þau voru enn í Stærra Árskógi og ég fann leiðið hans þar í gamla kirkjugarðinum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem betur fer!

mýrarljósið (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 21:14

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Skooo - ljósið mitt - meinaru þá að það sé sem betur fer að ég finni ekkert gáfulegt eftir ættingjana? Eða sem betur fer að langafi var laus í rásinni? Eða sem betur fer að það á að bjóða okkur í partí? 

Nei - djók - auðvitað veit ég hvað þú meinar, þú gætir ekki hugsað þér að þurfa að búa í Dælenginu í 150 ár í viðbót. Og ég skil þig vel, það er ekkert smá mál að halda þessum húsum við. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 19.11.2007 kl. 21:53

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Það er gott að þú átt einhvað eftir Tómas á Völlum og vil ég alveg kynnast honum.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.11.2007 kl. 00:33

4 identicon

Margt er líkt með skyldum.  Það hafa ekki allir verið við eina fjölina felldir í okkar ættum frekar en í öðrum ættum.  Kannski rétt að upplýsa það hér á síðu Helgu, áður en kjaftasögur um eitthvað óeðlilegt fara að kreik, að við höfum verið að þreifa dálítið hvort á öðru að undanförnu, ég og Helga, framhjá bloggsíðunni í tölvupósti.  Lendum varla á Brimarhólmi fyrir það eins og einn forfaðir okkar sem gekk full langt í sínum þreifingum. Það hefur sem sagt komið í ljós í grúski okkar að við eigum sömu forfeður fyrir Austan og Vestan.  Haltu  áfram þínu grúski frænka.  Margir munu njóta.

Snorri Sigurjónsson (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 10:50

5 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Ég hélt að tengdasonurinn væri sá eini sem mætti "þreifa" á þér (innanhússbrandari)

Annars fór Júlía Katrín með leikskólanum í heimsókn í F.s.u. á föstudaginn. Þar voru nemendur búnir að smíða samskonar stiga og Jónas hrundi niður. Hún var í sjokki greyjið þegar hún heyrði þar söguna um kallin sem datt niður stigann og steindó.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 20.11.2007 kl. 17:00

6 identicon

Ég veit þú skilur mig án langra útskíringa.

mýrarljósið (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband