Krummi svaf í klettagjá

Það var að byrja að gráma fyrir nýjum degi þegar við skelltum í lás og héldum af stað til borgarinnar.  Bensínstöðin opin, en fáir á ferli á götunum, búðirnar ekki opnaðar fyrr en kl.10.00 svo það er engin ástæða til að fara út í dimmuna. Það eru nefnilega ákaflega fáir sem fara út á dimmum og köldum laugardagsmorgni til annars en að kaupa eitthvað.

Ég sá ljósið á fjallsbrúninni langar leiðir. Einkennilegt hvað ýtukallarnir sem vinna þar uppi eru alltaf að í myrkri?  Þegar nær dró sá ég móta fyrir skriðunni í gjánni og svo klettunum. Ýtan var á ystu nöf eins og oft áður. Ég hugsaði með mér hvort einhverntíman gæti komið að því að hún færi á eftir grjótinu niður hlíðina? Vonandi ekki, það eru líka klárir ýtukallar sem þarna eru á ferðinni.

Frá Ingólfshvoli sást orðið til heiðarinnar, hún var grá ofan við miðju, nóttin hafði þá verið köld. Tvö hross, brúnt og grátt, kroppuðu í móanum utan við veginn. Enn er hægt að finna græn strá á þúfunum, en þeim fer víst fækkandi.

Vestan við Hveragerði voru fjórir krummar að liðka sig eftir nóttina. Örugglega ætluðu þeir svo að fljúga niður að sjó til að leita sér ætis, það gera allir krummar í fjöllunum hér ofan við flatlendið. Um leið og birtir sér maður þá í hundraða tali stefna tl sjávar og svo til baka í ljósaskiptunum síðdegis.   Af Kambabrún sá ég himininn austan við Eyjar roðna af sólarupprásinni. Klukkan var 9.28.

Vegurinn var að mestu auður, kantarnir þó hvítir á köflum og aðeins skóf yfir næst Hveradölum. Þar í brekkunni mættum við vörubíl með snjóplóg, það var nú varla að það tæki því, en þeir eiga víst að gera þetta reglulega, fá það borgað.  Það rauk upp af manngerðum holum um alla heiði. 

Við litlu kaffistofuna stóðu átta vörubílar. Litla Kaffistofan er vegasjoppa með sál, þar er hægt að koma til að fá sér kaffi, brauð og kleinu og tala við afgreiðslufólkið um veðrið og færðina.   Í Lögbergsbrekkunni söng Sigga Beinteins um "fræ sem féll í jörð en varð þó aldrei blóm".

Við mættum mörgum vörubílum, örugglega allir á leið í kaffi.   Það var búið að kveikja jólaljós á trjám við Olíssjoppuna við Rauðavatn. Ég er búin að koma þar inn og þessi staður lofar góðu. Ég fékk um daginn inn um lúguna plastkort frá Olís? Ekki veit ég hvers vegna og ekki veit ég heldur hvaða gagn ég hef af því? En það er örugglega gott að eiga svona kort.  

Við fórum svo í búðir og heimsóknir, en þegar heim var haldið síðdegis var komið hífandi rok á heiðinni og snjórinn, sem varla var þó nema föl,DSCF5046DSCF5039 rauk undan vindinum og stefndi á Þorlákshöfn. Það gæti orðið barningur hjá krumma heim í klettaagjána sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kíkti við.

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 07:28

2 identicon

Honum finnst samt áreiðanlega gott að komast heim. Kveðjur

Gunný (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 11:03

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég hef gaman af kruma og reyni að fylgjast með honum eins og ég get.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 18.11.2007 kl. 12:38

5 identicon

Ég klippti nokkrar greinar af trjám og þarf að klippa meira.  Öll tré komin í hús sem þurfa að fá að vera inni í vetur.  Krummi krunkar yfir hausamótunum á manni við "haustverkin", gott ef þau bíða ekki jólaföstunnar.

mýrarljósið (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 20:55

6 identicon

Skemmtilegt! Vonandi kemur meira. Sigga á Hrafnkelsstöðum sagði mér einu sinni frá því þegar hún sem stelpa bað mömmu sína um að fá fara í buxum á Álfaskeið, en ekki í pilsi. Fannst óþægilegt að sitja hest í pilsi. Hvenær hófust eiginlega þessar skemmtanir? Held ég muni þetta rétt að það hafi verið hún sjálf.  Gott að fá alla þessa punkta. Hef verið að yfirheyra pabba Kveðja úr blíðunni í Odense.

Kristín Gunnars. (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 09:36

7 identicon

Góður pistill og flott birta í myndunum, allt dæmigert fyrir þessa árstíð. 

Snorri Sigurjónsson (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband