Svo voru kappreiðarnar á Sandlæk

Eins og Snorri "sveitungi"  minn segir þá voru tvær, svona aðalútihátíðir yfir sumartímann. Álfaskeiðsskemmtunin og svo kappreiðarnar.

Mamma og pabbi voru nú ekkert að fara með okkur á kappreiðar, hestafólk voru þau ekki og nokkuð snúið að vera að flækjast með fimm krakka á svona samkomu að ástæðulausu. En ég var vitlaus í hesta. Kappreiðaæfingarnar inni á Hveraheiði voru ekkert nóg, og svo fljótt sem mér var treystandi til að komast á hesti yfir Stóru-Laxá og ég gat fengið lánaðan hest, þá bað ég hátt og í hljóði um að fá að fara.  Það var oft ekki ljóst fyrr en á síðustu stundu hvort leyfið fengist, eða þá hestur. En samt vissi ég alltaf svona undir niðri að ég kæmist - ég fékk víst oftast það sem ég bað um.  Oftast hest í Hvammi, en ef margir voru í sömu hugleiðingum gat ég þurft að labba inn að Túnsbergi til að fá lánað. Þá hafði ég samt fengið að hringja fyrst og spyrja. 

Ég fór alltaf með krökkunum frá Hvammi, oftast var Jói sem ábyrgðarmaður fyrir öllu saman. Örn kom stundum líka, en hann var aldrei verulega áhugasamur um hesta og endaði með að hann hætti alveg að eltast við þetta.

Það tók heilan dag að fara á kappreiðarnar. Alltaf voru þær á sunnudegi og þangað kom fólk úr öllum sveitunum í kring ríðandi.  Við fórum fram með Langholtsfjalli fyrir framan Ásatún og þurftum á þeirri leið að varast kelduna stóru sem ég man nú ekki hvað heitir. En örugglega heitir hún eitthvað. Skyldi Snorri muna það?  Svo var farið yfir ána rétt fyrir vestan Birtingaholt, þar var okkur sagt að gæti verið sandbleyta en aldrei fór þar neinn á kaf. En stundum var vatnið vel á síðu.

Síðan var leiðin greið fram eyrarnar að holtinu norðan við Sandlæk.  Nú er bær þar austan við sem heitir Gunnbjarnarholt, en ekki man ég eftir að heyra það nafn fyrr.  Skeiðvöllurinn var vestan við hæðina og hestagirðingin uppi og austar.  Við krakkarnir vorum þarna bara til að skoða menn og hesta, reiðtúrinn frameftir var eiginlega aðalmálið. Við fórum svo um svæðið og skoðuðum fólk og hesta.    Vorum stundum leiðinleg við Siggu á Sandlæk (blessuð sé minning hennar), óðum yfir girðingar sem við ekki máttum og Sigga sagði að hún ætlaði að klaga í pabba sinn og "að hún ætti alveg með það af því hann ætti landið".  Þá snerum við frá, en svona vorum við leiðinlegir krakkar samankomin á kappreiðum.  Síðdegis var svo haldið heim í hópi margra sveitunga og það var gaman. Sumir góðglaðir og einstaka fullur, það var líka spennandi. Það var komið kvöld þegar við komum heim.

Ég komst einu sinni á kappreiðar í Flóanum. Þá var okkur tveimur stelpum boðið með strákum í bíl, á kappreiðar sem voru haldnar við Hróarsholt. Þetta var á þeim árum sem strákar voru farnir að bjóða okkur vinkonunum eitt og annað, en þó áður en, ( alla vega ég) uppgötvaði hvers vegna.  Ég fór líka einu sinni ríðandi í stórum hópi hreppamanna, úr báðum hreppum, á kappreiðar í Tungunum. Þá var ég orðin stór og segi frá því með öðru sem kemur tungnamönnum við. Enn stærri var ég þegar við Jói fórum á landsmótið á Þingvöllum. Að sjálfsögðu ríðandi og sváfum í tjöldum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Kvitt

Josiha, 14.11.2007 kl. 22:23

2 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Óskaplegur þvælingur hefur verið á þér kona

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 14.11.2007 kl. 22:32

3 identicon

Já, nóg að gera í sveitinni greinilega.

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 23:42

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta hafa verið skemmtilegir dagar.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 15.11.2007 kl. 11:47

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þú hefur þetta hrossamennskugen frá henni ömmu þinni og nöfnu. Sem betur fer hljóp það alveg yfir eina kynslóð. En hún var fræg fyrir að stökkva á bak hvaða truntu (eða góðhesti) sem var hvar sem var og þeir voru eins og lömb í höndunum á henni, jafnvel þó ekkert væri beislið, í mesta lagi snæri. Maður heyrði líka sögu af því að hún hefði ekki einu sinni hnýtt upp í, bara skipað fyrir --

-- er ekki eitthvað til sem heitir að vera hestahvíslari?

Kv. í bæinn

Sigurður Hreiðar, 15.11.2007 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband