12.11.2007 | 21:47
Hvorki var þó brúðkaup eða jarðarför
En fjögur ólík mannamót komst ég á um helgina. Slapp úr vinnu síðdegis á föstudag og fór þá í smá útréttingar sem var lokið fyrir fimm. Þá fórum við nokkrar vinkinur upp í grímsnes til að borða og drekka og bulla og hlægja og borða meira, fara í pottinn og svo á endanum að sofa kl. 3.00 og til morguns. 1. mynd.
Komin heim um hádegi til að fara og redda smá pakka vegna framhaldsins. Svo var skírnarveisla Emils í sveitinni. Hann var auðvitað skírður Emil. 2. mynd.
Fórum heim til að búa okkur á ball. Sem betur fer vel södd, enginn kvöldmatur. Myndakvöld Karlakórsins, byrjaði kl. 21.00. Myndasýning og skemmtun með góðu fólki. Fórum heim um nóttina - ekki mjög seint? mynd.3.
Fyrir hádegi á sunnudag komu systurnar af Hraunteig með pabba sínum í heimsókn. Mamman var farin til útlanda svo þau stoppuðu bara vel og lengi og komu svo með okkur í afmælisveisluna hjá henni Habbý. Og ekki þurfti heldur að elda kvöldmat þann daginn. Habbý afmælisbarn mynd 4.
En aðalmálið er að hún Una á afmæli í dag. Það eru tvö ár síðan hún fæddist úti í Amríku og hún sagði afa sínum í símanum í kvöld að hú væri á bílasölu með pabba sínum að skoða Lexus. Ja - það er aldeilis önnur öldin - maður spáði ekki í bíla fyrr en eftir tvítugt hér áður. Una,mynd 5.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir síðast.
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 21:57
Til hamingju með'etta allt saman.
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 12.11.2007 kl. 22:04
Það er allt á fullu hjá þér. Gaman að bulla, borða og drekka og borða meira með vinkonunum.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.11.2007 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.