5.11.2007 | 21:10
Ég er bara í öðru
Það verður að hafa það, en ég hef allt annað að gera en skrifa blogg. Aðalfundurinn er á morgun. Ég var að ljúka við ársyfirlit formannsins og svo bjó ég til dagskrá fundarins og nokkra punkta til að skoða sem "önnur mál". Mér finnst alltaf svo gaman þegar kemur að "öðrum málum",ekkert beint afgreiðsluefni, heldur spjall út um víðan völl. Það er eins og að sitja á vinnustað eftir vinnu. Nenna ekki heim af því þar bíða verkefni, en sitja alveg róleg af því vinnan kallar ekki lengur. Frábær tilfinning. Ég ætla sem sagt að láta ykkur í friði svolítið lengur.
Ég þarf líka að vesenast útaf fjölskyldunni hana Jónasar Hallgrímssonar. Partíið á að vera 24. nóv. Ég ætla svo í útilegu um helgina og líka að skíra hann frænda minn og líka að fara á myndakvöld karlakórsins og svo á hún Una afmæli. Ég hef eiginlega nóg að gera.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já ég hef líka nóg að gera næstu helgi...
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 5.11.2007 kl. 22:00
Margt skemmtilegt framundan.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.11.2007 kl. 22:26
Sæl Helga!
Þig skortir ekki verkefnin. Sendi á þig línur á helgar@vallaskoli.is. Notar kannski annað netfang :) Gangi þér vel.
Kristín Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 12:28
Gangi þér bara vel með allt saman!
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 23:24
Takk Kristín, ég ætla að svara þér aðeins seinna, ég ætla að gera það almennilega. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 7.11.2007 kl. 22:24
Til hamingju með 200 ára afmælið hans frænda þíns. Upp með íslenska tungu!
mýrarljósið (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 22:40
Halló ég er hér
Val ekki einhvel skyld þél sem val að fala í sílnalveislu því það val velið að fala að skíla hann fjanda minn???
as in frænda hennar sko.
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 8.11.2007 kl. 23:22
Sæl Helga. Ég rambaði hér inn á síðuna þína og fannst mér það ekki leiðinlegt.
Já það er nóg að gera á sumum bæjum. Ekki verður leiðinlegt hjá þér í útilegunni annað kvöld.. Ég kemst því miður ekki en svona er þetta bara. Hafið þið það bara rosagott og gaman. Það hringdi nú ein í mig og var svona að grennslast um hvar þetta væri s.s. bústaðurinn og af fenginni reynslu gaf ég sem minnstu upplýsingar, já maður veit svo sem aldrei hvernig hann spáir. Kannski verður bara engin fjallasýn, svo vonandi er Eva búin að fá fullnægjandi upplýsingar ...
Enn og aftur góða skemmtun til ykkar allra verjanna...
Kveðja Hafdís Björns............
Hafdís Bj... (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 00:02
Rannveig: Ég held að það hafi verið Habbý frænka sem fól að skíla Einal fjanda sinn
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 9.11.2007 kl. 11:57
Og það átti að gerast í "Hlunakilkju".
Helga R. Einarsdóttir, 9.11.2007 kl. 13:45
Já alveg rétt :) Val hann ekki skílðul Einal Önd hahahaha.
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 9.11.2007 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.