30.10.2007 | 20:30
Nú má hann rigna og blása
Ég veit að sumum finnst ég skrýtin og jafnvel hálfbiluð, en nú vil ég rigningu og rok með þessum hitavotti sem er kominn á mælinn. Ég vil að ófögnuðurinn sem ég óð í gegnum þegar ég fór heim, hverfi alveg áður en ég fer út í fyrramálið. Svona slabb er ekki mitt uppáhald, og ég tala nú ekki um af svo myndi frysta á allt saman. Nei - bænirnar mínar fyrir svefninn í kvöld snúast um sex stiga hita rigningu og rok.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki skrítið þó þú viljir það. Það var nú heldur ekki skemmtilegt að líta út um gluggan hér í morgun. Í fyrramorgun var þó bara snjór og logn. Það er annað.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.10.2007 kl. 21:16
I will join you in my prayers ég þarf líka að labba úti í fyrramálið
p.s. Helga fáðu þér Facebook
Zóphonías, 30.10.2007 kl. 22:48
Ég skil þig vel. Orri, hættu með þetta facebook, það er alltof flókið!
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 01:16
Já, Facebook er alltof flókið! Ég meika það ekki. Úff úff úff! Annars má alveg rigna smá svo að smiðirnir sjái merkingarnar fyrir sökklinum.
Josiha, 31.10.2007 kl. 01:47
Já- Zófus - viltu hætta að bulla við gamlar konur. Segðu mér heldur eitthvað skemmtilegt. Varst þú í vélinni sem krassaði á vellinum um daginn? Eins gott að þú hafir ekki verið þar, farþegarnir sögðu að áhöfnin hefði verið svo skíthrædd að hún hafði ekki rænu á að gá hvort allir væru í sætunum sínum og sæmilega heilir. Getur þetta verið rétt Zófi minn? kv.
Helga R. Einarsdóttir, 31.10.2007 kl. 11:45
Eru þið ekki íslensk eða hvað?
mýrarljósið (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 23:11
Ha,ha,ha,ha,ha,ha,ha,stundum eruð þið svo fyndin
Kata mágkona (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.