29.10.2007 | 20:43
Það er svo óralangt síðan
og svo mikið búið að gera, síðan ég var í skólanum síðast. Vetrarfrí - föstudag og mánudag - og það er eins og eilífðin öll. Ég skrifaði langan lista fyrir helgi, þar sem allt var skráð sem ég ætlaði og þurfti að gera í þessu fríi. Sumt er ég búin að gera tvisvar, en annað er ógert. Ég fór í laugina bæði á föstudag og í dag, en ég er ekki enn búin að skrifa skýrslu formanns. Það er nú samt allt í lagi, fundurinn er ekki fyrr en eftir viku.
Ég fór líka tvær ferðir í bankann - og kom út i +. En ég er ekki búin að sá úti í gróðurhúsi, sem er líka eins gott af því ég fann í gær fullt af fræjum sem ég get notað. Gullregn - alveg fullt af þeim.
Mér tókst að ljúka við teppið sem ég var að hekla - þá átti ég þau orðið fjögur. En það stóð ekki lengi, Emil kom í heimsókn of ég gaf honum eitt til að lúra í. Nú verð ég að þvo það nýjasta í hvelli, ef það koma fleiri smábörn í heimsókn.
Sennilega má flokka þetta sem "nútímablogg", um ekki neitt, ekki einu sinni minnst á snjófölið sem lá hér yfir öllu í gærmorgun. Það var svo sem ekki til að gleðja mig sérstaklega, nú verð ég að leita að mannbroddunum mínum og setja undir skóna svo ég fari ekki á hausinn í fyrramálið. Mér er verulega illa við þá tilhugsun - að fara á hausinn - og kannski brjóta mig. Enginn er á ferðinni á sama tíma og ég. Jú bara í bílum á götunni, en það myndi enginn taka eftir dökkklæddri hrúgu á gangstéttinni. Ég gæti legið þarna þangað til birti og kannski alveg þangað til konan með Fréttablaðið fer á stjá, ef hún þá ber eitthvað út þann daginn.
Kannski ég setji flautuna mína í vasann. Svona íþróttakennaraflautu, ég á tvær, það kemur sér oft vel í ferðum með krakkana. Ég vona alla vega að ég finnist áður en ég krókna, og svo á að fara að snjóa meira á morgun.
Það hlýtur að vera ömurlegt að hanga fyrst á sjúkrahúsi og svo heima - kannski vikum saman án þess ð vera vitund veikur. Veikur er maður ekki þegar maður er hitalaus. Það er enginn hiti með fótbroti - er það?
Svona verður maður af að hanga heima í fjóra daga - ég hlakka til að fara í leikfimina á morgun. Og svo er matreiðsla hjá okkur eftir hádegið.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég skal hafa opinn eldhúsgluggann og hlusta eftir vælulegu tísti í flautunni...vona samt að ekkert heyrist
.
Við Helga erum bullsveittar eftir að hafa sett saman nýja rúmið hennar, því fylgdi ágætis "fallow me" bæklingur. Hún er að búa um
.
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 29.10.2007 kl. 21:24
Vonandi kemstu heilu og höldnu hvert sem förinni er heitið.
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 21:58
Líst vel á flautuna. Spurning um að hafa vasaljós meðferðis svo að þú getir líka sent MOSS merki
Og takk enn einu sinni fyrir afmælisgjöfina. Ég er ennþá orðlaus
Josiha, 29.10.2007 kl. 23:10
Takk innilega fyrir teppið. Það nýtur mikilla vinsælda hérna meginn. " þó að það sé stelpulegt" hi hi..
Erla Björg, Vilberg og Emil (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.