Af fjallkóngum og hestamönnum

Hvítárholt var langt úr alfaraleið, á austurbakka Hvítár. Þangað kom ég aldrei og hef reyndar ekki komið enn. Sigurður og Ella áttu þar heima og áttu Sigga, Önnu Fíu, Guðbjörgu og Kristján, sem voru á mínu reki. En  svo áttu þau yngri börn sem ég þekkti ekki, nema bara nöfnin, Kolbein, Höllu og Guðmund Geir.  Ég held að Ella hafi verið aðalbóndinn á þessum bæ. Sigurður var fræðimaður og grúskari, skrifaði greinar í blöð og hafði skoðanir á skoðunum  og skrifum annarra. Ella var lagin við hesta og ferðaðist um ríðandi á meðan hann keyrði um á rússajeppa og var reyndar nokuð oft "úti að aka".  Anna Fía var jafnaldra mín og fermingarsystir, annars var ég þessu fólki lítið kunnug.

Á Selsbæina kom ég heldur aldrei, en þekkti þar alla af mannamótum. Á Syðra Seli bjuggu í tvíbýlishúsi bræðurnir Gestur og Böðvar. Gestur átti Ásu fyrir konu, en Böðvar Fjólu. Þarna var mikill fans af krökkum. Gunna, Marta, Ásgeir, Halldór og Skúli Gestsbörn. Og Rúna, Elsa, Guðmundur og svo Kristrún og Agnes Böðvarsbörn.        Allur var þessi hópur fjallmyndarlegur eins og sagt er og systurnar hinir mestu kvenkostir.

Gestur var fjallkóngur í mörg ár og hvar sem kindur voru reknar saman komu þeir bræður líka. Glaðlegir háværir neftóbakskarlar og supu á pela í réttunum. Einstaklega góðir karlar.  Þeir voru bræður Billa á Sólheimum og þar upp aldir.

Á Efra Seli bjó Daníel ásamt Ástu. Þau voru bæði innflutt í sveitina - vestan af fjörðum. Hann var bróðir Konna á Grund. Þeirra börn voru Dísa, Helgi, Ásta Guðný og Hanna Sigga. Þær voru tvíburar og jafngamlar okkar tvíburum. Þarna kom ég ekki svo ég muni, en þau voru öllum kunnug og indælisfólk.  

Á Hrafnkelsstöðum bjó Sigríður ásamt Helga bróður sínum. Hún var ekkja Sveins sem þar var áður bóndi og börnin voru fimm. Rúna, Geiri, Gunna, Sveinn og Haraldur.    Geiri byggði um þessar mundir nýtt íbúðarhús, þar sem hann bjó með konu sinni Svövu frá Dalbæ og seinna byggðu þau svo saman, Sigríður, Helgi og Sveinn. Ég man vel eftir gamla bænum og kom þar víst inn, en ekki man ág nú eftir því.

Haraldur var yngstur þessara systkina, fáum árum eldri en ég og áttum við víða samleið, en það var þó Geiri sem ég hafði mest saman við að sælda á unglingsárunum. Og reyndar var það miklu fyrr. Hann kom stundum ríðandi heim að Garði og tók mig þá gjarnan og setti á hnakknefið. Fór svo svolítinn sprett um hverfið. Ég man að ég sat á baki Blesa á stéttinni fyrir framan húsið heima. Man þó ekki neitt nema nafnið hans, og að það glamraði í skeifunum á stéttinni.  Geiri hafði alla tíð hönd í bagga með mínu búskaparbrölti, fóðraði fyrir mig kindur eftir að við Jói í Hvammi hættum búskap og það var hann sem valdi hestinn sem ég fékk í fermingargjöf.  Ég þekkti allt fólkið á Hrafnkelsstöðum og þar voru allir góðir.

Bærinn í Efra Langholti stóð utaní brekku sem sneri móti suð-austri, vestan við Miðfellsfjall. Þar bjuggu Jói og Sigga, ásamt Sveini, sem var frændi og uppeldisbróðir Jóa. Börnin á bænum voru Bogga, Jóhanna, Pálmi og Flosi. Við Bogga vorum skólasystur og vinkonur og ég kom oft að Langholti þó töluverður spölur væri þangað. 

Ég man að ég hjólaði þangað í vorleysingum og gekk erfiðlega í drullunni.                 Þurfti stundum að teyma yfir verstu hvörfin. Þá hef ég verið að fara í afmæli til Boggu- 8. maí. Ég man að ég gaf henni einu sinni í afmælisgjöf nælu úr plasti, grænan, gulan og reuðna gítar. Áreiðnlega hef ég dauðséð eftir gjöfinni úr því ég man þetta svona vel. Ég man líka að Jóhanna gamla - amman á bænum, skoðaði næluna og sagði að hún væri "afskaplega falleg".

Það var tvíbýli í Efra Langholti. Vesturbærinn var torfbær og þar bjuggu Eiríkur og Sólveig, sem var kölluð Veiga. Þar var líka dóttir Veigu, sem hét Sigurrós og var kölluð Rósa. Eiríkur var fjallkóngur á sínum góðu árum, en var orðinn gamall þegar ég man til Rósa átti engan mann en dálítið af börnum, sem þótti nokkuð sérstakt á þessum árum.

Dálítið vestan við Langholtsbæinn var Ásatún, þar sem systkinin Óskar, Hallgrímur og Laufey bjuggu.  Þau voru öll ógift og barnlaus, en höfðu fjöldann allan af börnum í sveit eða fóstri um lengri og skemmri tíma. Ég var ekkert kunnug þarna en þekkti fólkið ágætlega.  Bræðurnir áttu fallega og góða hesta.

Vestan við holtið var Langholtskot, þar sem Hermann og Katrín bjuggu. Þar bjó líka Palli í Langholtskoti, ógiftur og barnlaus. Hjónin áttu börn á mínu reki, Sigrúnu og Jón og svo voru Elínbjört og Unnsteinn yngri.

Þessari fjölskyldu var ég ekkert kunnug nema krökkunum úr skólanum. Hermann var góður fjárbóndi og hestamaður og ég man að hesturinn hans, sem hét Blær, var á sínum tíma fallegastur af öllum hestum á Íslandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Þegar ég var 10 ára ca. fékk ég að sitja framan á hjá einhverjum Hrafnkelsstaðabóndanum úr réttunum. Hesturinn skeiðaði upp og niður brekkurnar, það var ferlega gaman! 

Manstu hvaða kall það var?

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 28.10.2007 kl. 17:29

2 identicon

Kvitt.

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 18:13

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Það hefur örugglega verið Geiri. Við rákum heim að Hrafnkelsstöðum í mörg ár og þá voru áhugasömustu krakkarnir hlaupandi með, ef ekki var hesta að hafa. Þá hefur hann kippt þér upp, hann gerði alltaf svoleiðis

Helga R. Einarsdóttir, 28.10.2007 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband