25.10.2007 | 21:35
Stærðfræðitími og jarðskjálfti í skólastofunni
Níundi bekkur í stærðfræði og það brestur á með jarðskjálfta uppá tæp 3stig á Richter. Fjórtán ára krakkar þekkja jarðskjálfta best úr bíómyndum. Ýktar hamfaramyndir þar sem allt getur komið fyrir og flest lífshættulegt og hræðilegt.
Í dag var ég í stofunni þegar smávægilegur þytur kom til okkar úr vestri og gólfið skalf örstutta stund undir fótunum. En áhrifin á unglingana voru líkust því sem þau væru stödd í miðri stórborg með skýjakljúfa allt um kring og skjálftin væri uppá 7.5 stig.
Það er full þörf á að kynna fyrir börnum og unglingum hvernig á að bregðast við jarðskjálftum, en ég held að það mætti í leiðinni segja þeim að það sem þau sjá í bíómyndunum er harla ólíklegt að gerist hér.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég ELSKA jarðskjálfta!
Josiha, 25.10.2007 kl. 22:14
Já ég líka, fæ alveg svona fiðrildi í magann og allar græjur...
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 23:11
Hahh... unglingar eru upp til hópa fáfróðir...
GK, 27.10.2007 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.