Nú verð ég að blogga í "nútíðinni"

Það er svo margt undarlegt í henni veröld. Prestarnir þora ekki að segja nei, en geta heldur ekki fengið sig til að segja já.

Það má ekki lesa "Tíu litla negrastráka" fyrir börnin. Hvernig væri að útskýra bara fyrir þeim sögu þessarar bókar og hvernig íslenskt þjóðfélag hefur breytst?

Í útlöndum eru íslenskar konur auglýstar sem lauslátar og drykkfelldar. Kannski er ekki von á öðru datt mér í hug í dag þegar ég fór í laugina.

Á sama tíma kom þar stór hópur af ungu fólki frá Bretlandi og ég var samtímis allmörgum ungum stúlkum í sturtunni.       Mér kæmi ekki á óvart þó þær hefðu einhver orð um framferði mitt þegar heim kemur. Ég sýndi þarna í sturtunni örugglega fádæma lauslætislega og jafnvel bara klámfengna framkomu að þeirra mati. Ég óð  inn í klefann allsber og óvarin ofan og neðan, snerist svo um sjálfa mig undir sturtunni góða stund, strjúkandi sápunni þvers og kruss án þess að skammast mín hið minnsta.

Á meðan þær, með aðra hönd um brjóst og hina neðar læddust að sturtunni og stóðu þar svo hengjandi haus  og sneru nefi að vegg á meðan sturtukonan kallaði hvað eftir annað "sóp, sóp, sóp". Í byrjun kostaði reyndar fjas að fá þær til að fara sundfatalausar í sturtuna. Nei mig skyldi ekki undra þó þær lýstu lauslætislegu framferði mínu þegar heim er komið. En þær geta aldrei haldið því fram að ég sé drykkfelld líka, ég var  algerlega edrú. Labbað bara heim af því ég var að koma úr vinnunni, og þar er ég aldrei á bíl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Hahahahaha... þessi spéhræðsla útlendinga er alveg dásamlegt fyrirbæri! Skil bara engan veginn hvernig það er hægt að vera svona spéhræddur! Þú hefðir átt að rekast "alveg óvart" utan í einhverja! Hahahaha... þá fyrst hefðu þær fengið hland fyrir hjartað!

Josiha, 25.10.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband