23.10.2007 | 20:20
Þegar þvotturinn var þveginn í hvernum
Á Sólheimum, austur við Stóru Laxá bjuggu Billi og Lína. Dóttir þeirra hún Erla var þar líka heima, en systir hennar, Gunna far farin að heiman og ég kynntist henni ekki. Ég kom þarna aldrei og var orðin nokkuð stór þegar ég sá þar fyrst heim.
En Lína var samt á meðal þeirra sveitunga sem mér þótti vænst um. Hún "kom á hverinn" eins og svo margar aðrar konur á þessum tíma. Kom með þvottinn sinn til að þvo hann í hverahólmanum heima. Hún kom þá ríðandi og teymdi vagnhest. Vagninn var fullur af þvotti og það tók allan daginn að ljúka verkinu. Á meðan þvotturinn sauð í hvernum bauð Lína mér í reiðtúr. Varla var ég eldri en fjögurra- fimm ára þegar hún fór að taka mig með sér - á vagnhestinum- upp á Mela, og stundum alla leið upp að Áslæk.
Einu sinni man ég að ég lenti í vandræðum í svona ferð. Ég var auðvitað berbakt og í stigvélum. Lína fór nokkuð greitt og það fannst mér yfirleitt ekki leiðinlegt. En í þetta sinn var ég alveg að missa stígvélin af mér en ekki vildi ég kalla í Línu til að biðja hana að hægja á. Neyddist þó til þess á endanum þegar annað stígvélið datt af. Hún sneri við, snaraðist af baki, fussaði, tók stígvélið upp og tróð því á fótinn. Dreif sig svo á bak aftur og sló í. Svona var Lína - ekkert væl og engan rolugang.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jaaaaááá það var eitthvað Rannveigar-legt við þig og þína afkomendur
Kveðja í kotið
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 23.10.2007 kl. 21:18
Jáhá, hún Lína hefur ekki af baki dottið
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 23.10.2007 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.