Nútímablogg

OMG! Ég hef alveg gleymt þeim sem ekki þekkja þúfurnar í sveitinni. Þessum sem vilja vita hvað amma er að gera svona á venjulegum dögum - fyrirgefiði.

Það er orðið næstum því aldimmt á morgnana þegar ég labba í skólann. Ég fer alltaf á sama tíma og hitti alltaf sama fólkið á leiðinni. Eða - ég hitti eiginlega ekkert fólk. Bara manninn sem keyrir húsasmiðjubílinn, hann er annaðhvort þremur metrum fyrir framan mig eða aftan útúr Víðivöllunum. Undanfarið hefur rignt mikið, en sjaldan þó eins og í gær á heimleiðinni. Samt var ég ekkert blaut að ráði, bara í gegn frá lærum og niðurúr.

Á fimmtudaginn fór ég í laugina í leiðinni heim. Þurrkaði mér svo og fór í föt. Ég hefði betur sleppt því og hlaupið bara í sundbolnum. Svo blaut var ég þegar heim kom.

Okkur gengur alveg bærilega í níunda bekk. Við erum núna í nokkrum valgreinum og þar á meðal matreiðslu. Í dag var rosalega góður matur hjá okkur og sá fátíði atburður gerðist að allir sátu þegjandi og borðuðu matinn sinn. Allir þegjandi skiljiði!

Við skruppum aðeins í bæinn á laugardag. Ég var í heldur undarlegum erindum í þetta sinn. Eins og kannski einhverjir vita þá er ég afkomandi hennar Rannveigar sem var systir Jónasar Hallgrímssonar. Nú ætlar þessi ættbálkur að koma saman til að minnast 200 ára afmælis Jónasar og vekja athygli á, að þó hann ætti ekki börn sjálfur, er til fólk á Íslandi í dag sem getur rakið ættir sínar í næsta nágrenni við hann. Ég var sem sagt kölluð á undirbúningsfund og sá þar fólk sem ég hafði ekki grun um að væri skylt mér. Það var svolítið skondið.

Við fórum svo í afmælið hennar Júlíu Katrínar þegar við komum til baka og það tókst svo vel að það var enginn kvöldmatur þann daginn. Svo kom fjölskyldan af Hraunteig austur á sunnudag og við fórum með þeim niður í fjöru um leið og þau fóru aftur heim. Svo kíktum við aðeins til fjölskyldunnar í Sandvík um kvöldið.  Knnski finn ég myndir af nokkrum barnabörnum til að skreyta þetta "nútímablogg". Svo sný ég mér aftur að fortíðinni.  Ég fann mynd af öllum - Urði og  Unu í fjörunni, Ívari í heimsókn og Helgu líka. Júlía Katrín að hjálpa til að ganga frá í Mýrinni og Dýrleif að fara heim eftir að  hafa litið eftir ömmu og afa.DSCF4428DSCF4436DSCF4398DSCF4412DSCF4318DSCF4205


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Laglegt!

Dásamlegt að finna almennilega fyrir veðrinu.

mýrarljósið (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 22:00

2 Smámynd: Josiha

Takk fyrir nútíma-bloggið. Ég las það allt og hafði gaman af

Josiha, 23.10.2007 kl. 22:46

3 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Helga Guðrún "gamla" og ungarnir...

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 23.10.2007 kl. 23:45

4 Smámynd: GK

Jamm,,, þetta er ágætt...

GK, 24.10.2007 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband