13.10.2007 | 17:37
Í smiðjuskúrnum voru smíðaðar skeifur
Akurgerðishúsið var komið þarna líka, þar sem Guðmundur og Hrefna bjuggu og í einu herbergi innst á ganginum Katrín og Sigurdór foreldrar Mumma, eins og Guðmundur var kallaður.
Mummi var vörubílstjóri. Fyrst bara svona á vörubíl sem flutti hvað sem var hvert sem var, en svo fór hann að sjá um flutningana á grænmetinu til Reykjavíkur. Í hverri viku fór hann tvær ferðir, á þriðjudögum og föstudögum, og hafði þá safnað grænmetinu saman á bílinn kvöldið áður. Þess vegna hétu mánudagar og fimmtudagar "sendingadagar "hjá okkur. Hrefna kenndi handavinnu í skólanum og þau áttu tvo syni Tryggva og Ármann.
Á bak við húsið var smiðjuskúr þar sem Dóri gamli smíðaði skeifur. Þar var líka hesthúskofi, sem hesturinn hans, hann Jarpur hafði fyrir sig. Dóri átti líka nokkrar kindur sem voru hýstar í húsi sem eiginlega tilheyrði Flúðaskóla, eins konar fortíðar bílskúr. Það var í upphafi ætlað reiðskjótum þeirra sem komu á samkomur í skólanum.
Þetta hús stóð þar sem nú er suðvesturhorn Félagsheimilisins á Flúðum, en það var byggt á þeim árum sem ég var í barnaskóla. Ég man að yfirsmiðurinn, sem hét Stefán og var frá Geirakoti, lét okkur skólakrakkana skrifa nöfnin okkar á miða sem hann setti svo í flösku og lagði undir gólfið í slanum.
Niður við Hellisholtalækinn fyrir framan laugina, var þvottaaðstaða við hver, ekki ólíkt því sem var í hverahólmanum heima. Þarna var smákofi og var eitthvað notað af konum frá bæjunum í kring. Ég kom víst aldrei þarna, en við sáum til mannaferð þar ef við voru að flækjast fyrir framan laug. Þar gátum við komist undir laugina í undirgöngum, en áttum þar ekkert erindi frekar en víða annarsstaðar sem við fórum á þessum árum. Alveg makalaust hvað krakkar sækja í að vera þar sem síst skyldi.
Gróðrastöð ungmennafélagsins var til á þessum tíma, afgirt og nokkuð mikið af trjám þar komið þá. Eiginlega var hún alveg eins og nú, nema hvað trén hafa vaxið.
Og nú er þá Flúðahverfið upp talið árið 1956-8.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið óskaplega finnst mér gaman að lesa þessar sögur mín kæra. Bestu kveðjur úr Smárarimanum, Kata.
Kata mágkona (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 20:35
Takk fyrir mín kæra mágkona. Ég skynja aukinn áhuga þegar þú lætur titilinn fylgja nafinu þínu - og það er bara gott. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 13.10.2007 kl. 21:33
Nú hefur þú skrifað og skrifað og nú á ég efir að lesa og lesa. Takk Helga. Ég læt heyra frá mér seinna.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.10.2007 kl. 00:15
Hey ég kannast við sumt af þessu ég fór til dæmis oft í Akurgerði!
Zóphonías, 14.10.2007 kl. 08:36
Þetta er horfinn tími Helga mín. Gaman af þessu.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.10.2007 kl. 19:09
Ég les og les...
GK, 15.10.2007 kl. 00:51
Gaman að lesa!
Ninna (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 11:20
Kvitt kvitt.
Josiha, 15.10.2007 kl. 14:09
Skemmtilegt að lesa þetta. Ég var búin að segja foreldrunum frá þessu hjá þér og veit að þau ælta sér að lesa þetta líka. Nefndi við föðurinn að þarna væri frásögn um það þegar að þið kennduð hænsnunum að fljúga og svarið var.. var ekki frásögn frá því þegar við reyndum að kenna tjaldsungunum að synda.. amma tók undir það .. þið hafið verið alveg svakalega " góð" að kenna ýmsum dýrategundum athafnir annara dýra.. Kennduð þið ekki hundum að mjálma líka.. mér er bara spurn.. miðað við uppátækin þá kæmi mér það ekkert á óvart..
Erla Björg (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 18:50
Æji - já, aumingja tjaldsunginn. Hann passaði bara ekki inní þessa frásögn. Ég á söguna hans einhversstaðar eina sér. Hún var nú reyndar frekar einföld, og ákaflega átakanleg. Við vorum þar sem nú er gulrótagarður Jóa í Hvammi, inní mýri. Þar var þá svolítil aflöng tjörn. Þarna rákumst við á fuglsunga, andarunga töldum við án þess þó að gá að sundfitum. Greyðið var þarna aleinn og enginn til að ala hann upp, svo við ákváðum að kenna honum þó alla vega að synda. Við ýttum honum svo á flot, - og aftur - og aftur - þegar hann bægslaðist að landi. Og einu sinni enn - þá kallaði mamma á okkur í hádegismatinn. Það var alveg ótrúlegt hvað við heyrðum vel þegar kallað var í mat. Eftir matinn fórum við svo til að gá hvernig honum gengi við æfingarnar. Fundum hann á bakkanum - dáinn. Auðvitað varð af grátur og gnístran og við fórum heim með greyið að fá kistu til að jarða hann í. Mamma sagði okkur þá að þetta væri tjaldsungi og hefði víst verið borin von að hann nokkurntíman gæti lært að synda.
Helga R. Einarsdóttir, 15.10.2007 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.