13.10.2007 | 17:01
Olíuskúrinn á Grund
Á Grund bjó Konráð Guðmundsson, með konunni sinni henni Þuríði og börnunum sex. Við kölluðum hann Konna. Inga var elst af börnunum og svo kom Hrafnhildur, jafnaldra mín. Sólrún, Snorri Sævar, Bryndís og Guðmundur. Ég kom stundum að Grund og fékk þar mjólk og kleinur. Konni var ekki alvörubóndi, hann ræktaði kartöflur og gulrætur og svo var hann bensín og olíusali. Á Grund var olíuskúr, sá eini í sveitinni og fyrirboði bensínstöðva nútímans. Í eldhúsinu á Grund var stór eldavél sem stóð á miðju gólfi, annaðhvort hét hún AGA eða SÓLÓ, ég þori ekki að fullyrða neitt, og hún var kynt með koksi. Þessi vél var tæknilega fremri öðrum samsvarandi vélum sem ég hafði séð. Þar sem ég þekkti til og ekki var eldað á kolavélum var soðið í hver. Svona risastór koksvél var merkilegri en önnur eldunartæki.
Konni var líka áhugamaður um svona hluti og nokkuð sérlundaður. Ég held að hann hafi eignast Ferguson traktor fyrr en aðrir svveitungar og í allri vélvæðingu var hann framarlega.
Það þótti ekkert grín ef einhverjum varð það á að styggja Konna og einu sinni man ég að Haraldur á Hrafnkelsstöðum forðaði sér heim á hlaupum niður með læk, vegna þess að hann óttaðist eftirför, þegar honum hafði orðið það á að henda Snorra alklæddum í laugina. Það er ekkert víst að Snorri hafi sagt hvað gerðist og enn síður hafði Konni áhuga á að elta sökudólginn. Ég held að Haraldur hafi hlaupið frá traktornum sem hann kom á, til að losna við að fara um hlaðið á Grund.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahah Þetta með Snorra og Harald fanst mér fyndið og koksvélin, jú það fannst mér líka merkilegt.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.10.2007 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.