Sungið um Dísu í dalakofanum og dansað í fjósinu

Ég átti heima í Hvammi fyrstu misseri ævinnar, á meðan verið var að byggja húsið okkar. Svo var ég þar meira og minna alla daga næstu ár.   Ein af vinkonum mínum þar og leikfélögum var Solveig Guðmundsdóttir. Guðmundur faðir hennar var bróðir Helga og þekktur jarðfræðingur, en svo var hún líka skyld mér í móðurættina. Hún var í Hvammi flest sumur og við vorum þá mikið saman. Ég man okkur í æðislegum slagsmálum í brekkunni hjá kartöflukofanum. Það var brekkan sem við fórum að heiman  uppeftir, Hvammsbrekkan eins og við sögðum. Þar slógumst við, kannski fimm eða sex ára gamlar vegna þess að hún sagðist þurfa að fara heim að "éta", en ég vildi meina að hún ætti að segja "borða". Við veltumst þarna í brekkunni hágrenjandi báðar, hárreyttum, klipum og börðum þangað til Helgi kom og sleit okkur í sundur.     Skammaði okkur vonandi og rak hvora heim til sín.

Næsta dag vorum við aftur bestu vinir og fórum þá kannski  í fjósið á mjaltatíma þar sem við dönsuðum sömbu syngjandi um hana "Dísu í dalakofanum".                        Með því reyndum við að afla okkur vinsælda hjá fjósamönnum, en ekki er ég viss um að það hafi alltaf  tekist. Kannski fengum við að gefa kálfunum sullið sitt, það var mjólk með méli útí, gómsæt kálfafæða.   Það kom fyrir að við fengum okkur líka mél í lófann, en ekki þó nema það væri síldarmjöl. Það var ágætt á bragðið og vel hægt að slá með því á sultinn fram að kvöldmat.  

Hestana í Hvammi mátti ég nota eins og ég vildi, um leið og ég gat komist á bak.

Það byrjaði með Tanna, en hann var fyrir vagninum þegar mjólkin var flutt yfir ána, upp hverabrekkuna og á brúsapallinn á Grafarbakkahlaðinu. Þar tók Brynki Vald brúsana og setti upp á mjólkurbílinn. Fyrst fórum við þessar ferðir með öðrum, en svo gátum við alveg farið ein. Mjólkurbrúsarnir voru látnir á vagninn og svo rataði Tanni, við vorum eiginlega bara ferþegar hjá honum.

Tanni var grár, (hvítur vildum við nú meina) og hafði verið Jóa gefinn í tannfé frá afa sínum í Gröf. Hann var alla tíð vagnhestur og barnahestur hinn besti. Nú leita ég að mynd af okkur Tanna og læt svo duga í dag.  Við Sólveig og Dúna á Tanna með aktygjunum, ég er víst öftust og minnst. Og svo er ég ein á Tannabaki á hinni myndinni.� baki 3GOBBAGOBB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Sómauppeldi á þér kona...sögnin að borða

Spurning með slagsmálin?

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 8.10.2007 kl. 23:08

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Fallegir hestar og fallegar litlar stelpur, verst er að Helga lital sést ekki vel, þarna aftast. Já allaf eru börn eins, slást og eru bestu vinir starx næsta dag. Gaman af þessu. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.10.2007 kl. 23:38

3 Smámynd: Josiha

Þetta var fróðlegt og skemmtilegt. Fínar myndir. Elska svona svart-hvítar myndir sem sýna tíma sem var og kemur aldrei aftur (smá dramatík í gangi, hehe).

Við Erna vorum líka alltaf að borða mél út í fjósi. Sko þegar við vorum litlar stelpuskjátur. Okkur fannst það voða voða gott. 
Í dag er hægt að fá nammi í bland-í-pokann sinn sem lítur alveg eins út og mél. Alltaf hvá afgreiðsludömurnar jafn mikið þegar ég segist vilja fá "mél", hehe

Josiha, 8.10.2007 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband