6.10.2007 | 21:01
Hér sé Guð
..... Það var Emil í Gröf sem kenndi okkur Erni bróður mínum að berja að dyrum. Við komum oft að Gröf, ýmist í sendiferðum eða til að leika okkur. Mér er sagt að ég hafi fyrst verið send þangað ein, þriggja ára gömul, að fá lánaðan hitamæli. Örn var þá svo rosalega veikur og enginn annar heimavið sem gat farið þetta.
Á sunnudögum var okkur gerður dagamunur með því að leyfa okkur að fara í heimsókn á aðra bæi og leika okkur við krakkana þar. Svo þegar við stálpuðumst var skotist á milli hvenær sem færi gafst.
Já - ég minntist þess þegar Emil kenndi mér mannasiði. Við Örn gætum hafa verið fimm og sex ára og send að Gröf til að fá eitthvað lánað. Lánastarfsemi var mikil á milli bæja á þessum árum. Við stóðum á tröppunum og létum höggin dynja á hurðinni. Ýmist annað eða bæði í einu börðum við í síbylju. Opnuðust þá dyrnar og Emil stendur þar heldur þungbrýnn. Hann sagði að svona ætti ekki að banka, við ættum bara að berja þrjú högg í einu, og hugsa um leið -1. Hér - 2.sé - 3.Guð - og bíða svo. Hann sýndi okkur þetta og lokaði svo á nefið á okkur. Við reyndum hvort galdurinn virkaði og það stóð ekki á því, hann opnaði með það sama, kíminn á svip. Síðan kann ég að berja að dyrum.
Í Gröf var tvíbýli á þessum árum. Í austurbænum bjuggu Arnór og Stína og sonur þeirra, sem var kallaður Laugi átti þar heima líka. Ég man eftir að hafa komið inn í litla bæinn þeirra og af einhverju verður mér hugsað til "litlu Gunnu og litla Jóns". Inni í þessari litlu stofu var einstaklega snyrtilegt og þar var ákaflega góð lykt, sem ekki fannst í öðrum húsum. Það var vegna þess að hann Arnór var söðlasmiður og leðurlyktin lá í loftinu. Þar varð maður líka alltaf að þiggja mjólkursopa, hvort sem hún var með "flygsu" eða ekki.........
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sérðu Júlíu Katrínu fyrir þér fara til Jóns á Högnastöðum að fá lánað egg! ?
.
flygsa? var rusl í glasinu eða...?
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 6.10.2007 kl. 23:02
Það átti að vera "flygsum". Þegar mjólkin stóð, í könnu t.d. settist rjóminn ofaná hana í skán, sem varð svo að svona flyksum eða kekkjum þegar hellt var í glas. Og það var enginn kæliskáður. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 7.10.2007 kl. 08:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.