Þegar Grafarhverfið var "allur heimurinn"

Nú legg ég af stað í langa ferð, til sveitar sem einu sinni var og margir nútímamenn sáu aldrei.  Sveitin er þó enn til,  og er meira að segja enn sjálfstæð, sem er nú ekki  hægt að segja um margar sveitir á Íslandi.  En hún er ekki sjálfri sér lík lengur. Allt er þar með öðru móti en á þeim dögum sem ég man best. Breytingin er ekki endilega slæm og jafnvel bara mjög góð á nútímavísu.  En það er  allt svo miklu flóknara, stærra og fleira. Ætti ég  að skrifa þessa sögu um sveitina í nútímanummyndu mér fallast hendur, ég veit ekki einu sinni hvað allt fólkið heitir.  Sveitin heitir Hrunamannahreppur.

Grafarhverfið eins og ég man það fyrst

Hverfið dregur nafn af þeim bæ sem þar var fyrst byggður.                                    Bærinn í gröf stendur við bakka Litlu Laxár fremstur þeirra bæja sem eru þarna ofanvið ána. Norðanvið myndi nú víst einhver segja, en við áttum heima fyrir ofan ána.             Í Gröf bjó Emil Ásgeirsson og konan hans hún Rúna. Hún hét nú reyndar Eyrún Guðjónsdóttir, en við létum Rúnunafnið duga. Börnin þeirra voru þrjú, Guðjón, Guðrún og Áshildur. Þar bjó lika afinn á heimilinu hann Guðjón Helgason, við kölluðum hann "afa í Gröf". Bærinn í Gröf var í gömlum burstabæjarstíl, með lágri viðbyggingu norðanvið. Ekki fannst mér þar neitt fornfálegt innandyra og bara ágætlega rúmgott. Enda var þess full þörf um sumartímann, því þar var ævinlega fans af kaupakonum og einstaka strákur slæddist með. Emil tók stundum til sín stráka sem áttu í vandræðum með sjálfa sig og var einstaklega laginn í umgengni við þá. 

Í Gröf var búið með kýr og kindur og áreiðanlega voru þar hestar til vinnu þó ég muni ekki að nefna þá. Svo var þar töluverð garðyrkja bæði í gróðurhúsum og úti, enda mikill jarðhiti þarna við Grafar - hverinn. Hann var austanvið bæinn nærri ánni.                  Ekki man ég eftir hundi í Gröf og mætti segja mér að hafi enginn verið. Í túninu rétt norðan við bæinn var, og er enn, skeifulöguð tjörn, sem við börnin notuðum óspart til iðkunar vetraríþrótta, þó í öðru formi væru en nú þekkist. Aldrei áttum við systkinin skauta eða skíði, en eitthvað held ég að Grafarkrakkarnir hafi átt af slíkum gersemum. Handan við götuna, sem lá til fjárhússins á Hofunum, uppi á brekkubrúninni var þúfnaþyrping sem var kölluð Lögrétta og þar var okkur sagt að hefði verið þingstaður sveitarinnar fyrir óralöngu. Það getur vel verið rétt, í Gröf var þingstaður áður fyrr.

Þarna í Lögréttunni lékum við okkur oft. Þar var búið með kýr og kindur, heyjað og hirt í hlöður. Drullukökur voru bakaðar í tugatali og skreyttar sóleyjum og fíflum voru þær svo bornar fram með kaffinu á glerbroti.  Þarna byggði svo Gunna bæinn sinn og nefndi Sunnuhlíð.

Á þessum tíma var engin brú yfir ána og ekki bílfær vegur. Leiðin okkar í skólann lá um hlaðið í Gröf og óðum við svo yfir ána. Oft í "skarðinu" eins og við sögðum, en þar var vað á ánni beint fyrir framan bæinn. Við byrjuðum ekki í skólanum fyrr en tíu ára og þá hafa stígvélin verið orðin nógu há til að við björguðumst yfir. En það kom líka fyrir ef mikið var í að við vorum borin á baki og svo sótt aftur síðdegis. Oftast var það Guggi sem sá um þessa flutninga, en Áshildur systir hans var mér samferða í skólann.         Það kom líka fyrir að áin var ófær með öllu og þá varð bara að taka því.                  Mest fannst okkur gaman ef ófært varð og við í skólanum. Þá varð að láta okkur gista þar og það var  sjaldgæf skemmtun .............


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ánægjuleg svona sagnfræði. Man sjálfur eftir gamla burstabænum í Gröf -- skaði að þvílík húsakynni skyldu ekki geymast.

Bíð eftir framhaldi.

Kveðja í bæinn

Sigurður Hreiðar, 6.10.2007 kl. 15:42

2 Smámynd: Josiha

Ég var hér.

Gaman að sjá ykkur í dag. Dýrleif Nanna er alltaf að verða minna og minna mömmusjúk í svona heimsóknum. Sem er svo sannarlega jákvætt

Josiha, 6.10.2007 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband