Fyrir Hreppamenn í Ameríku

Ég gerði mér til gamans og kannski líka til að hafa allt kórrétt, svolítið vandaðri upprifjun frá árinu 1958, þegar bændur á Litla Hrauni ráku fé sitt til fjalls í byrjun júlí.

Upphaf sögunnar er nokkuð rétt, nema hvað fangarnir voru þrír, en ekki tveir og svo voru þeir ekki mjög ómissandi vinnumenn við fjárflutninginn. Í Öldinni okkar er sagt      " að þeim sé gjarnan leyft að fara með í einskonar skemmtiferð". Að kvöldi dagsins sem þeir týndust úr "skemmtiferðinni", "var mikill mannsöfnuður samankominn á Ásólfsstöðum til leitar, og höfðu með sér hunda".  En hvort sem þeir hafa falið sig í skóginum í Þjórsárdal eða árgljúfrum þar innaf fundust þeir aldrei í Eystri hreppnum. 

Hrunamenn heyrðu af þessum flótta í útvarpi, en það var ekki fyrr en seinna, þegar menn fóru að hittast og bera saman bækur sínar að nokkuð skýr mynd varð til af ferðum þeirra þar í sveit. Kannski var það á Álfaskeiði, en þar var hátíð haldin hvert sumar um síðustu helgi júlí.

Á þessum árum þekktust allir í einni sveit og þess vegna var tekið eftir ef ókunnugir sáust á ferð, þó ekki dytti nokkrum manni í hug að þar færu flóttamenn. Hestar höfðu færst á milli bæja í uppsveitinni. Þeim hefur tekist að ná sér í reiðskjóta einhverja spotta. Á Syðra Seli hvarf jólakaka úr búri, og krakkar sáu til manna þar í grennd og jafnvel nærri Hvítá. Þeir hafa farið yfir þvera sveit en orðið að snúa frá Hvítánni, ekki nokkur leið að vaða hana, eða komast yfir á annan hátt. 

Gestir voru hjá foreldrum mínum, skólabræður pabba og voru á bíl. Þeir fóru um kl. 2.00 um nótt og þá sáu þau öll til manna uppi á Högnastaðaásnum. Tóku eftir því sem óvenjulegu, án þess að gruna hverjir væru á ferð. Þar hafa þeir beðið eftir að allir væru sofnaðir í grenndinni.

Eftir að gestirnir voru farnir - yfir vaðið á Litlu Laxá upp hverabrekkuna og um hlaðið á Grafarbakka, hafa þeir talið alla sofandi í hverfinu og fóru að líta í kringum sig eftir farartæki.

Weeponinn hans Kristófers varð fyrst fyrir valinu. En hann varð strax bensínlaus, komst þó austur á Stöðul, sem var ekki langt frá því sem Eiríks hús er núna. Þar urðu þeir að taka til fótanna á nýjan leik.  Þá fóru þeir fram að Laugalandi og tóku jeppann.         Óku svo til Reykjavíkur, en það var tekið eftir þeim við Kotströnd, sennilega þá búið að sakna bílsins. Það var ekkert ekið til Reykjavíkur á klukkutíma á þeim árum.              Þeir voru svo eltir í bæinn í æðislegum kappakstri.                                                  "Og þykir með fádæmum að þeir skyldu sleppa lifandi frá ökuferðinni, slík sem hún var" segir í Öldinni.  Jeppinn hans Emma hefur ekki verið neinn skrjóður.                        Þeir voru svo króaðir af í garðinum á bak við Austurbæjarbíó og náðust þar.            Þann garð hef ég komið í, án þess að hafa grun um hvað þar fór fram  á þessum sumardegi árið 1958.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá allt veist þú nú! Alltaf eitthvað spennandi í hreppnum

Guðbjörg Elín (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 22:21

2 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Kasper, Jespen og Jónatan

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 4.10.2007 kl. 22:31

3 Smámynd: GK

Þetta er spennandi...

GK, 4.10.2007 kl. 23:56

4 Smámynd: Rúnarsdóttir

Ég las þetta andaktug! Takk fyrir mig

Rúnarsdóttir, 5.10.2007 kl. 08:17

5 identicon

Vá, þetta var skemmtileg lesning!

Ninna (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 11:48

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Góð lesning Helga. Þakka þér fyrir.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.10.2007 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband