Hefur pólitíkin lamandi áhrif - á venjuegt fólk?

Eða - alla vega - ég hélt ég væri venjuleg. Eldhúsdagsumræður í sjónvarpinu. Hvers vegna þetta nafn er notað man ég ekki, hef þó örugglega einhverntíman heyrt það. Kannski fundið upp af einhverjum sem leiddist óskaplega eldhússtörfin.

Ég ræð ekki öllu hér heima og eftir að Ingibj. Sól. var búin, hækkaði hann aftur og nú suða þeir hver af öðrum í eyrunum á mér. Ég kem mér ekki að neinu verki. Ætti þó alveg að geta gripið í teppið sem ég er að hekla, eða bara dundað í bókhaldi eða myndafrágangi. Einhverntíman þarf ég líka að ganga frá öllu í formannsmöppu kvennaklúbbsins, ég er að ljúka mínum tíma í því embætti. Ég gæti endalaust fundið mér eitthvað að gera, en kem mér ekki að neinu. Stöðugar upphrópanir um fjárlög, evrur, evrópusamband og allt sem þessir kallar geta fundið til að rífast um, trufla mig ótrúlega.

Vel á minnst - ég hef verið að hugsa. Þegar Hitler var til - í gamla daga - þegar ég var ekki fædd - var hann þá ekki að reyna að stofna eins konar Evrópusamband?               Þá átti bara að stýra því frá Þýskalandinu hans, en ekki Brussel?  Mér hefur bara svona dotið þetta í hug undanfarið, kannski er það bara vitleysa.

Ég viðurkenni alveg að pólitíkin truflar mig af því ég er auðvitað að hlusta með öðru eyranu, ég hef víst dulinn áhuga fyrir þessu rugli öllu saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Þakka fyrir komuna,mig og eldhúsumræðuna í dag.

Stútfull af humarsúpu bíð ég eftir HGÞ, við ætlum í 10bíó.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 2.10.2007 kl. 21:23

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Jú, nefnilega alveg hárrétt hjá þér. Þriðja ríkið átti að vera heildarríki Evrópu, en sá var munurinn að því átti bara að stjórna frá Þýskalandi en engum löndum öðrum enda markmiðið að leggja þau niður sem slík.

Og mun er þetta nú þekkilegri aðferð að gera þetta með samningum og samráði heldur en leiðin sem Hitler ætlaði að fara.

KVeðja í bæinn

Sigurður Hreiðar, 2.10.2007 kl. 21:31

3 identicon

Farðu útað labba!

mýrarljósið (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 21:40

4 identicon

Til hamingju með afmælið, miðbarn, nota þessa leið þar sem þú ert með læst blogg.

mýrarljósið (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 21:42

5 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Takk fyrir gott ráð og  kveðju til stúlkubarnsins ljósið mitt.

Og frændi, ég hélt þetta. Það er hreint ekki sama hver leiðin er farin. kv. 

Helga R. Einarsdóttir, 2.10.2007 kl. 22:07

6 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Og sagt er að Þýskaland hafi unnið seinni stryjöldina - þeir stjórna evrópubandalaginu

Halldór Sigurðsson, 2.10.2007 kl. 22:09

7 identicon

Pólitíkin er alversta tík sem til er, enda argasta skoffín,   afkomandi  jafnmargra og skifta sér af henni. Enda hefur mér sýnst hún verða til þess að drepa niður alla ærlega taug í þeim sem koma nálægt henni. GRRRR. Kv. GH

Gunný =GH (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 12:19

8 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Satt er það Gunný, það virðist enginn komast heill frá þessari fjárans tík. Og reyndar margir alveg "umpólaðir". kv.

Helga R. Einarsdóttir, 3.10.2007 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband