Í gúmmískóm á messutíma

Svo kom sunnudagurinn. Nú orðið er alveg sama hvort ég fer í afmæli eða ekki, fótaferðin er oftast sú sama. Ekki seinna en níu er ég komin á fætur um helgarnar.  Tveimur tímum seinna en virku dagana, heitir það ekki að sofa út? Ég notaði þessa morgunstund til að ganga frá þvotti, og svo hringdi ég í mömmu. Það er allt í lagi að hringja til hennar uppúr tíu á sunnudögum. Annars væri hún alveg vís til að hafa farið í afmæli eða annað partí og sofa lengur en ég. Hún var komin á fætur í þetta sinn.   Veðrið var enn frábært, smá raki í loftinu, en hlýtt og logn.  Ég ákvað að fara aftur til Pólverjanna og tína meira. Ég fór einn hring um bæinn og skoðaði tré sem ég hafði heyrt um, flottur hlynur í óræktargarði. Aumingja hann.

Það var mikil umferð í vesturbænum. Kirkjuklukkurnar hringdu til messu og þangað streymdi fleira fólk en ég kannski átti von á. Fermingarbörnin. Átti ég að skammast min fyrir það sem ég hafði fyrir stafni? Væri ég kannski betur komin prúðbúin á kirkjubekk?                       En Guð er allsstaðar og hann hefur örugglega ekkert á móti hlýlegum klæðnaði og gúmmískóm, þó sunnudagur sé, ef aðstæður krefjast þess klæðnaðar.                       Ég man þá tíð að maður klæddi sig í sérstök sunnudagaföt og gerði ekki neitt nema það væri sparilegt.

Fyrst fór ég  til góða  grannans Pólverjanna og tíndi hjá honum af nokkrum dýrindis trjám sem ekki er hægt að finna hvar sem er. Ég komst í fjársjóð. Þar var mér svo boðið í kaffi. 

Það var opið út á tröppur hjá Pólverjunum þegar ég kom þangað. Átti ég að gera vart við mig eða bara klifra yfir girðinguna eins og í gær? Það var greinilegt að einhver var heima, geta þessir menn ekki unnið á sunnudögum? Einhverjir gera það. Ég klifraði yfir girðinguna og byrjaði að tína. Hlynurinn er stór og ég gat verið þeim megin sem sneri frá húsinu, þeir sáu mig ekki neitt.

En svo fóru að koma gangandi menn úr öllum áttum. Meiri Pólverjar, og þeir voru allir að koma í heimsókn. Kannski voru þeir allir boðnir þarna í sunnudagssteik, læri að hætti Pólverja? Auðvitað sáu þeir mig þar sem ég hamaðist við að tína fræ, eins falin og mér framast var unnt, í laufmiklum greinum hlynsins.

Eftir smá stund fannst mér allir gluggar í húsinu fullir af pólskum augum sem voru að reyna að koma auga á mig í þykkninu. Ég fór heim. Fer bara aftur seinna - á vinnutíma.

Seinni partinn fórum við áhöfnin á X605 upp í Þrastarskóg. Bara smá bíltúr í góða veðrinu, taka myndir og svona. Það er fullt af fólki að byggja sér bústaði í skóginum, samt finnst manni þar allt fullt.DSCF4226DSCF4251

Ég endaði svo útivistina á að fara smá gönguferð um skóginn hér fyrir framan, Grýlupottaskóginn. Annars held ég að sá skógur heiti ekki neitt. Þess vegna fær hann kannski að vera í friði. Þarna er garður sem miklu fleiri mættu nýta til gönguferða og útivistar.            Eftir alla frætínsluna leit ég aðeins eftir könglum, þá tíni ég seinna, það er nóg af þeim um allt.  Svo tók ég myndir af götunum hér í kring í leiðinni heim.  Líklega birtast hér tvær myndir úr Þrastaskógi og svo ein úr "Gleymdaskógi" og önnur af götunni minni. Um miðja nótt rumskaði ég við rokið, góðviðrið búið í bili. En það kemur örugglega aftur, það gerist alltaf.DSCF4264DSCF4273


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Og fagrar haustmyndir af gróðrinum

Halldór Sigurðsson, 1.10.2007 kl. 20:58

2 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Takk fyrir þessa fræðslu, Lalli kominn sönglandi heim .

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 1.10.2007 kl. 22:37

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Skemmtileg færsla og fallegar haustmyndir.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.10.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband