1.10.2007 | 17:27
Í pólskri landhelgi
Eftir hádegið á laugardag þegar ég hafði lokið öllu sem þurfti nauðsynlega að gera heima, lagði ég af stað í leiðangur. Fræsöfnunarátakið er á síðasta snúning, í kapp við fuglana og haustvindana verð ég nú að nota hverja stund sem gefst með skikkanlegu veðri.Fyrst fór ég í garð sem ég hef haft áskrift að í nokkur ár. Húsráðandi var ræðinn og talaði mest um byggingar og breytingar á húsunum í hverfinu okkar. Það var heldur lítið að hafa hjá honum núna, Hlynurinn er orðinn svo stór að ég næ bara í neðstu greinar og á þeim var ekki mikið. Næst reyndi ég fyrir mér í nýjum garði, þar er gullregn með glás af fræbelgjum, hvort sem þar er svo mikið að fræjum í, það verður að sýna sig seinna. Húsráðendur voru vinsamlegir og gáfu mér fúslega leyfi til tínslu. Svo lá leiðin að lóðinni með hlyninum stóra sem alltaf er með fullt af fræi og gott að ná því. Ég hitti nágranna á götunni, hann sagði að búið væri að selja húsið og það væri nú leigt Pólverjum, nokkuð mörgum. Hann hvatti mig til tínslu og taldi íbúana varla mundu hafa af því afskipti þó ég héngi þar í greinum trjánna einhverja stund. Reyndar bauð þessi góði maður mér í lóðina til sín líka og þangað fór ég áður en meira var að gert.
Svo klifraði ég svellköld yfir girðinguna og tíndi góða stund af hlyninum, nóg var til. Enginn kom að mér Pólverjinn, sennilega vinna þeir fram á kvöld á laugardögum. Ég hætti þegar fór að rigna, kannski myndi ég koma aftur seinna. Ég fór svo í afmælisveislu um kvöldið. Afmælisveislur eru bestar ( fyrir utan það að gleðjast með afmælisbarninu) fyrir það hvað maður hittir oft fólk sem annars er ekki að rekast utaní mann dags daglega. þarna hitti ég fullt af svona sjaldgæfu og góðu fólki.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottar myndir!
Mýrarljósið (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 21:48
"þó ég héngi þar í greinum trjánna einhverja stund"
... þarna sprakk ég úr hlátri!
Gaman að sjá þessar myndir!
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 1.10.2007 kl. 22:29
Þessar myndir eru líka fallegar og nú skil ég þetta með pólverjana og augun í gluggunum. Ég las nefnilega fyrst hina færsluna.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.10.2007 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.