30.9.2007 | 22:38
Eru hreindýrin á Holtavörðuheiðinni?
Þessi helgi átti að verða svona "ekkert sérstakt og bara taka það rólega" helgi. Þess vegna byrjaði ég á að fara í laugina beint úr vinnunni á föstudag og lá þar svo í barnaluginni og spjallaði við kall (bara tilfallandi kall)alveg til kl. að verða fimm. Notaleg byrjun á helginni.Þegar ég kom svo heim voru þar fyrir gestir úr Sandvíkinn, Dýrleif Nanna og foreldrar. Hún er öll að verða svo fullorðinsleg, fer hér nú um allt og finnur það sem hún þarf, veit reyndar hvar allt dótið er fyrir löngu síðan.
Á laugardagsmorgunn byrjaði ég á innanhússþrifum en fór svo út og tók til í gróðurhúsinu og í reitnum. Sáði alla vega trjáplöntum og bjó undir veturinn. Það var indælisblíða og hefur verið alla helgina. Eins gott, því frumburðurinn minn hefur verið í göngum uppi á Holtavörðuheiði.
Borgfirðingar fara í alvöru "göngur" þ.e. leita gangandi að kindunum sínum, sem kannski urðu eftir í fyrr leitum. Ég vona bara að það hafi ekki verið þoka og að hann hafi ekki rekist á hreinkúna með kálfinn sinn. Þau gætu sem best verið á þessum slóðum núna. Að mæta hreindýri í þoku á Holtavörðuheiði, væri svona eins og þegar "Helgi var einn í heiminum", engin leið að vita hvers væri von á bak við næsta leiti. Gæti farið svo að göngurnar breyttust í hlaup?
Þegar leið á laugardaginn hafði ég svo miklu meira að gera að það verðu að bíða morguns. Þessi þýski þáttur er allt of góður til að sleppa honum.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta var fín helgi, ég á allavega "nýtt"eldhús.
Helgi var bara alls ekkert einn í heiminum, en það var Palli.
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 30.9.2007 kl. 22:57
Sannmala Þýski þátturinn er góður og hver slyldi verða maðurin hennar? Ég held mágurinn.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.10.2007 kl. 00:52
Æ - Guðbjörg, Þarna sló útí fyrir mér. Hann var nú samt eiginlega einn að skoða heiminn, bara með Flugu og Kát með sér. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 1.10.2007 kl. 07:36
Ég er alveg viss um að Helgi (einhver Helgi) hefur líka verið einn í heiminum einhvern tíma. Ég er viss um að það kemur einhvern tíma fyrir alla. Stundum er það ömurlegt, í öðrum tilvikum getur það verið yndislegt.
Því miður hef ég ekki horft á þennan þýska þátt. Entschuldigung!
Sigurður Hreiðar, 1.10.2007 kl. 08:30
Hvað er þinn frumburður að vilja í göngur með Borgfirðingum??
Ég er nú forvitnari að sjá hvernig þýsku frúnni tekst að flengja fjölskylduna og alla græðgispúkana, mér er slétt sama hvort hún álpast á einhvern kall, enda sýnast mér áhöld um hvor muni skárri. Annars er þetta með skárri þáttum og mátulega langur. Þrískift er algjört hámark fyrir mig. GH
GH (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 11:11
G.H. Frumburður minn var svo lánssamur að eignast konu úr Borgafirði og fer þess vegna í göngur á vegum tengdaföður síns, sem er stórbóndi í Þverárhlíð. Ég hef líka bara áhuga á að láta rassskella ónytjungslýðinn og afæturnar þarna í Þyskalandi.kv.
Helga R. Einarsdóttir, 1.10.2007 kl. 16:43
Helgi fór í göngur!
mýrarljósið (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.