Er manneskjan mállaus eða pólsk?

Þau leynast víða vandamálin.  Fyrir nokkrum vikum kom ný manneskja til starfa í verslun sem ég skipti svolítið við, afgreiðslumaður á kassa. Þegar ég kem að kassa í búð segi ég alltaf góðan daginn og fæ í flestum tilfellum kveðju til baka. Á síðustu misserum ekki alltaf á hreinni íslensku, og jafnvel frá hörundsdökku fólki, en það er allt í lagi. Þetta fólk heilsar með einhverju móti, er að reyna að læra og gengur mörgum vel. Sumum reyndar alveg frábærlega.

En þessi starfskraftur sem ég nefndi í upphafi sýndi engin viðbrögð þegar ég heilsaði. Hvorki stuna né hósti til að heilsa mér og bjóða velkomna til viðskipta. Engin svipbrigði heldur. Mér hefði þótt skárra en ekki að fá bara einhver hljóð þó mér væru þau alveg óskiljanleg.  Svona algert afskiptaleysi kann ég ekki að meta. Það sem ég átti að borga kom á skjá og það var mér bent á. Ég fékk til baka, en það heyrðist ekki tíst þegar ég sagði takk og fór.  Svona hefur þetta svo verið áfram, engin viðbrögð.

Þetta varð til þess að ég hef verið að fjasa út um allt yfir útlendingunum sem eru að leggja alla vinnustaði undir sig, en hafa engan áhuga á að læra íslensku eða nokkuð annað hér á landi. "Þessi manneskja er örugglega ein af þeim sem ætla bara að vera hér tímabundið og fleyta rjómann af kökunni og fara svo heim aftur". Svona hugsaði ég og sagði kannski líka. En í gær hitti ég vinkonu mína sem verslar í þessari sömu búð og hún upplýsti mig aldeilis. 

Hún hafði heldur ekki fengið nokkurt hljóð uppúr kassamanneskjunni, en taldi það ekki stafa af útlendum uppruna. Hún var alveg viss um að þarna væri mállaus manneskja komin til vinnu. Það getur svo sem alveg verið? En hvernig eigum við grandalausir kúnnarnir að vita það? Næst ætla ég að prófa að heilsa á táknmáli, en ef það ekki gengur er ég satt að segja alveg ráðalaus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ekki hvarflað að þér að þetta sé einfaldlega dónalegur Íslendingur á kassanum?  Þeir eru til.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2007 kl. 20:49

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Nei þú deyrð ekki ráðalaus. Ég var einmitt að hugsa að mállaust fólk gæti allveg eins fengið vinnu á kassa eins og fólk sem er mállaust á íslensku en kann annað mælt mál.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.9.2007 kl. 20:52

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Nei - fjárinn hafi það, miðaldra manneskjan? Þó veit maður aldrei. Ætti ég kannski að standa sem fastast og endurtaka "góðan daginn" aftur og aftur áður en ég byrja að tína upp úr körfunni? 

Helga R. Einarsdóttir, 26.9.2007 kl. 20:56

4 Smámynd: Josiha

Ég hallast frekar að því að þetta sé pólsk kona. Ég mundi fara og kanna málin sjálf, en ég versla bara ekki í þessari búð þar sem aldrei er neitt til og maður getur varla hreyft sig fyrir Pólverjum! Já mér er alveg sama þó að þetta sé fordómafullt komment hjá mér. Ég hef ekkert á móti útlendingum almennt, en ég er á móti þessum Pólverjum sem koma bara hingað til að vinna, leggja sig ekkert fram um að læra íslenskuna eða kynnast menningu okkar, og ræna bara og nauðga! Jáhá! Þekki bara of mörg sönn dæmi til að þykjast vera kurteis og skilningsrík.

P.S. Svo mæli ég með að allir Selfyssingar versli í Bónus í Hveragerði. Þar er alltaf allt til, rúmir gangar og þjónustan ALLTAF tipp topp. Án efa besta Bónus búðin á Íslandi!

AMEN.

Josiha, 26.9.2007 kl. 23:03

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Skil gremju þína frænka, það er dálítið bágt að geta ekki átt nein vitræn samskipti við þetta blessað fólk sem á að heita að sé að afgreiða okkur. Í þessi tilfelli að hirða af okkur peningana okkar.

Nú vill svo til að ég hef örlítið kynnst sumum af þessum Pólverjum, sem koma hingað til að læra og vinna, þó þeir hafi ekki hugsað sér að setjast hér að og komast í þorrablótsnefndina á Hvolsvelli. Og ef þeir eiga eitthvað sameiginlegt í sambandi við afstöðu sína til íslenskunnar virðist mér að það sé þetta: þeir veigra sér við að nota hana nokkuð fyrr en þeir eru sæmilega vissir að geta það nokkurn veginn skammlaust.

Í þessu tilviki minna þeir á hann son minn alíslenskan. Okkur foreldrunum þótti hann nokkuð seinn til tals, en þegar hann loksins lauk upp munni í því efni var hann altalandi á fáeinum dögum.

Svo við skulum bara brosa breitt framan í Pólverjana, jafnvel þó þeir séu litháar eða eistar eða svíar eða ungverjar. Einn góðan veðurdag fáum við skínandi bros á móti og síð-íslendingurinn segir: Nei, góðan daginn, Helga mín, gaman að sjá þig, hvað er að frétta úr Mýrinni?

Og þú stendur klumsa því þessu áttir þú síst von á!

Sigurður Hreiðar, 27.9.2007 kl. 08:44

6 identicon

Úff, ég ætla ekki að byrja að tjá mig hérna. Bara kvitt fyrir mig. :)

Ninna (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 08:57

7 Smámynd: Zóphonías

Já það er töluvert furðulegt hvernig Íslensk stjórnvöld taka á móti erlendu fólki. Í fyrsta lagi finnst þeim frábært að fólk komi og vinni þau störf sem mikil þörf er á og heldur þannig þenslunni í hagvextinum gangandi ( kannski í stað þess að hafa hann stöðugan það má vissulega deila um það;) )

Hinsvegar er sannað mál að erlent vinnuafl gefur meira til samfélagsins heldur en það tekur. Það nýtir sér til dæmis ekki heilbrigðisþjónustu, styrki velferðarkerfisins og í verstu tilfellum nýtir það ekki heldur menntakerfið....

Kannski er til of mikils mæls að litla Ísland geti tekið á móti öllu erlendu fólki á þeirra eigin tungumáli ( það er til dæmis mjög erfitt fyrir marga útlendinga að fá íslenskukennslu á sínu eigin máli ) ...... En ég er þeirrar trúar að ef ekki hefði verið fyrir allt þetta erlenda vinnuafl þá væri ísland verra sett. Enda dáist ég persónulega mjög mikið af öllum þeim sem vilja koma hingað lengst út í ballarhaf og vinna í kulda og trekk.:)

Það sem mér finnst svo verst af öllu er hversu illa sumt fólkið nýtist , Helga Guðrún sagði mér til dæmis að í sumar hefði hún verið að vinna með menntuðum pólskum skurðhjúkrunarfræðingum en af því að þeir skildu ekki íslensku gátu þeir ekki nýst til starfa..... Eflum bara íslenskukennslu fyrir erlent fólk og ég held að það muni margskila sér til baka inn í íslenskt atvinnulíf :)

Zóphonías, 27.9.2007 kl. 14:23

8 identicon

Tákn með tali er ljómandi, það lærum við af leikskólabörnunum.

Ekki dugar að tala bara hærra, engin viðbrögð heldur.  Ef konan er heyrnarlaus væri hún búin að láta okkur vita á einhvern kurteisan hátt.  Þetta er bara drumbur eða svona svakalega feimin kona, nema hvorttveggja sé, ekki gott.

mýrarljósið (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 20:33

9 identicon

Já útlendingagreyin, ætli það endi ekki með því að þeir læri að segja bæði hump og bump á viðeigandi stöðum ef við reynum að nota okkar mál  í viðskiftum við þá. Ég fyllist enn meira vonleysi þegar ég stend frammi fyrir íslensku afgreiðlubarni í verslun og hef spurt um eitthvert lítilræði. Þá er gjarna litið upp með vita galtómu augnaráði og spurt éeitakki, ka e þa? Og annað eftir því . Þessi einstaklingur ætti þó að hafa allist upp á því ástkæra ylhýra, eða hvað?  kv Gunný

Gunný (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 09:44

10 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hvað ætlar þú eiginlega að fá hjá þessum blessuðum börnum, Gunný mín?

Sigurður Hreiðar, 28.9.2007 kl. 12:20

11 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Passa bara að spyrja um eitthvað mjög algengt, á einföldu máli.kv.

Helga R. Einarsdóttir, 28.9.2007 kl. 12:48

12 identicon

Ég ætlaði t.d. einu sinni bara að fá uppþvottabursta í RL búðinni, það hafði nýverið farið fram umstöflun og ég fann ekki fjandans burstann.  Og þetta er ekki  alveg einsdæmi,  reynið þið ekki segja mér að  þið hafið aldrei séð svona upplit eða heyrt  ámóta setningu. Pha!

Gunný (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 16:01

13 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Er farið að hausta fyrir norðan?  Án gríns, þetta er alveg rétt hjá þér Gunný. Ég hef þó frekar rekið mig á svona "einnarhillu fólk", það sem lærir bara hvað er í hillunni sem það stendur við en vísar öllu öðru til næstu "hillu". Stundum dugir þó ekki að standa við hillu.Um síðustu helgi fór ég í Húsasm. til að kaupa einangrunarband. Ég rambaði nokuð nærri því og rakst þar á stelpukrakka sem ég spurði. "Éveitakki, þa ramagn, é málling". Var svarið sem ég fékk. Ég fann engan krakka sem vildi vera rafmagn, svo ég leitaði áfram sjálf. Og sjá! Eftir örskamma stund fann ég bandið - í hillunni sem málningarstúlkan hafði staðið við þegar ég spurði. 

Helga R. Einarsdóttir, 28.9.2007 kl. 19:52

14 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Já, RL búðin, það er mun betra nafn heldur en hin opinbera stafalengja!

Sigurður Hreiðar, 29.9.2007 kl. 09:32

15 identicon

Já Helga mín það er farið að hausta. Í fyrradag var hér hífandi rok sem sleit lauf af trjám svo þau urðu að reglulegu ofanfalli en í dag er logn ,sól og litadýrðin eftir því. Hvað um það þá held ég því fram að maður hafi leyfi til að verða pirraður á hvaða árstíð sem er og í hvaða veðri sem er ef  tilefni finnst.  Vona að ykkur heilsist svo  þarna í syðra.

Gunný (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband