Eins gott að veðrið er bærilegt

Það var allt að gerast í skólanum í dag. Kannski vegna þess að helgin lengist um einn dag, kennaraþing á morgun. Krakkarnir þurfa ekki að mæta og það verður lítið um kennara í skólanum. En við verðum þar. Við erum alltaf þar, það má treysta því.

Í morgun var enhvernvegin allt á öðrum endanum, samt gerðist ekkert sérstakt, bara ótrúlegt rok í krökkunum. Reyndar var einn strákur fluttur í burt á sjúkrabíl, það gerðist nú líka í gær, en þá var það stelpa. En hvorugt var alvarlegt, sem betur fer.  Yfirleitt líða margir mánuðir, eða jafnvel allur veturinn án þess að við sjáum svona bíla á skólalóðinni.

Þegar flestir voru farnir í dag og allt orðið hljótt, brast á með hávaða inni í kennarastofu - hó - og - æ - og - puff, með miklu stappi í gólf, og slátt í flest sem fyrir varð - heyrðist mér.  Ég fór í humáttina til að kanna málið, mætti þá konunni sem hafði verið að ganga frá þar inni, ennþá puffandi og berjandi í kringum sig.

Það stakk hana geitungsfjandi. Rauður blettur á upphandlegg sýndi hvar kvikindið hafði borað rananum.  Vá! ef hann hefði nú hitt á slagæðina, þetta var furðu djúp stunga. Hvað á að gera í svona tilfellum? Hringja strax á sjúkrabíl? Þann þriðja á tveimur dögum.  Okkur fannst það nú heldur óhemjuleg viðbrögð, ættum við ekki að bíða aðeins og sjá hvort handleggurinn yrði sívalur, eða blár.  Töldum þó tryggast að hún hringdi á heilsugæsluna og spyrði ráða.  Þar var henni sagt að á meðan hún yrði ekki andstutt ætti þetta að vera í lagi, sennilega hefur hún byrjað á að anda í símann og ekki hraðar en þótti hæfa. Kælipoki eða kælikrem gæti verið gott.  Hún fór að þessum ráðum og ég fór svo heim. Skildi hana reyndar eftir eina. Auðvitað hefði ég átt að bíða aðeins og fylgjast með andardrættinum. Svona er maður nú kærulaus.  Ég hef ekki heyrt í sírenu hér í austurbænum síðdegis, svo hún er örugglega í góðu lagi. 

Í kvöld fór ég svo ásamt öðrum tveim og útbjó hressingu af ostum, ávöxtum og grænmeti fyrir karlakórinn. Þeir halda nú sitt kynningarkvöld fyrir áhugasama og/eða nýja félga.  Þegar ég fór heim voru alla vega komnir fjórir eða fimm nýliðar.

Nú er indælt haustveður úti, engin rigning, ekki rok og bara mátulega hlýtt, eða kalt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já.. djö... andsk.... helv.... geitungaÓGEÐ...

Heldur þú að það hafi ekki eitt andskotans kvikindi stungið litla barnið mitt í augnkrókinn þar sem hún lá varnarlaus, sofandi í vagningum sínum í dag...??  6 mánaða kríli sem vissi ekki sitt rjúkandi ráð, hálft andlitið bólgnaði upp, ég fór með hana á heilsugæsluna en sem betur fer var allt í lagi með þessa elsku.. Það sem hún grét þetta litla grey....

En djöfull skulu þessi kvikindi vara sig... Ég er reið en ég er hrædd um að amma Ebý eigi eftir að láta þá finna fyrir því næst þegar hún rekst á þá...

Kv. Helga sem ÞOLIR  ekki geitunga

Helga litla (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 21:55

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ó-ó-ó-ó mikið vorkenni ég henni. Það er rétt þetta eru ógeðsleg kvikindi sem eiga ekkert skilið nema dauðann. En - svona af því mamma þín er ekki við - þá ætla ég að benda þér á að þú bölvaðir tvisvar í þessari stuttu aths. Ég læt það vera með A--------- í svona neyðartilfelli, en D------ finnst mér full gróft. Ég myndi frekar segja " að það ætti að sarga hausinn af þessum árans ófögnuði með bitlausri brauðsög".

Helga R. Einarsdóttir, 20.9.2007 kl. 22:14

3 Smámynd: GK

Móðir! Þeir stinga með afturendanum, en ekki "rananum". Er ekki kennd náttúrufræði í þessum skóla þínum?

GK, 20.9.2007 kl. 22:53

4 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

OJJ...Helgu er sko alveg fyrirgefið þetta andsk...blót í þessu tilfelli. Þessi helv... ófögnuður sækir mikið inn í hlýju núna og þeir eru útúrskakkir og ruglaðir.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 21.9.2007 kl. 00:47

5 identicon

Hmmm kannski pínu mikið blót...

En ég er sko 100% viss um að mamma skammar mig ekkert þegar hún les þetta... Ekki fyrst það var barnabarnið sem var fórnarlambið....  Þú ætti bara að heyra orðin sem koma frá henni þegar hún mætir þessum kvikindum...

Kv. Helga litla

Helga litla (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 08:56

6 identicon

Kvitt fyrir mig...

Ninna (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 12:01

7 identicon

Nú skulu þeir fá fyrir ferðina þesir gulu og svörtu

Einn fékk rothögg með sykurbréfi í Ameríku þannig að sá styngur ekki varnarlaus börn, eins gott að ég var ekki á svæðinu þegar sá íslenski lét til skarar skríða.

mýrarljósið (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 15:46

8 identicon

Hæ hæ Helga, frábær skrif eins og alltaf og takk fyrir góð og róleg ráð þegar ég var að missa geðheilsuna út af flugu. kv halla

halla baldursd (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 23:49

9 identicon

Sæl Helga frænka.

Mikið endemis bull er þetta í þér kæra frænka.

Ég veit að það er full seint að segja þér þetta þú ert eflaust búin að fá að heyra alla söguna mörum sinnum en .. jú ég er búin að segja þetta og búin að hlakka til lengi að skrifa þetta hér eins og við vorum búnar að ákveða. En þetta gekk ekki allt eins og maður ætlaði sér svo að þessari tilkynningu seinkaði um 12 daga og mér er mikið létt að hafa getað skrifað þetta hér inn hjá þér svo að ég er búin að standa við mitt.. hi hi. Gangi þér allt í haginn. Sjáumst. 

Erla Björg, Vilberg og Emil (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 18:31

10 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Æjjji -  Erla mín, ég veit að þetta er eintóm steypa, en það verður að hafa það. Gott að þþu skulir vera búin að segja þína skoðun, þá ertu á réttri leið. Gangi þér og þínum allt sem best. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 25.9.2007 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband