Hvar voru börnin "geymd" í gamla daga?

Það var ekki löngu eftir að ég flutti hingað á Selfoss og byrjaði að búa, sem ljóst varð að ekki myndu duga eins manns laun til að sjá fyrir fjölskyldunni, þó ekki væri stór, og standa um leið straum af húsbyggingu í austurbænum.  Húsbyggjendur í austurbænum bjuggu þó á þeim tíma við þau forréttindi að eiga nágranna á næstu lóð sem líka var að byggja. Þarna í holtunum hjálpuðust menn að og hlupu hver undir annars bagga eftir því sem kostur var. En peningar voru auðvitað nauðsynlegir og fóru svo margir í framkvæmdina að húsmæður urðu að leggja sitt að mörkum.

Fyrst með því að vinna um sumartímann, þá var hægt að fá barnapíur og þær margar góðar. Fjöldinn allur af framtíðarhúsmæðrum staðarins æfði sig á sumrum við barnagæslu, þvotta og bakstur. Það var verra með vetrartímann, þá varð bara að halda spart á krónunum, eða leita til fjölskyldu og vina.  Ég var svo heppin að komast í vinnu á tíma sem hentaði barnapíunni minni líka. Ég þurfti aldrei að koma börnunum mínum fyrir í öðrum húsum til langframa. Aumingja þau?  Auðvitað fékk ég stundum að stinga þeim inn hjá nágrönnum eða fjölskyldu smástund, en það varð aldrei til lengri tíma.

Kannski hafa mín börn farið á mis við mikið. Ekkert þeirra var í leikskóla, nema hvað sá elsti var eftir hádegi tvo sumarmánuði. Það var svo hann fengi að leika við aðra krakka, sem ekki var mikið um nærri okkur á þeim tíma.  Ekkert þeirra fór í gæslu eftir skóla. Ég held, eða veit, að skólavistun, eða frístundaskóli, eða hvað í ósköpunum þetta á að heita hafi alls ekki verið til á þeim tíma.  Þau voru bara úti að leika sér, eða heima hjá einhverjum vinum, eða bara heima hjá mér.  Þau "fengu" aldrei að hafa lykil um hálsinn.

Samt erum við ekki svo rosalega gömul, hvorki ég né börnin. Og þetta var á þeim tíma að ein laun dugðu ekki til framfærslu fjölskyldu. Maður bara valdi sér vinnu og skipulagði eftir þörfum barnanna, það var alltaf einhver heima fyrir þau. Þetta er víst ekki hægt lengur. Fólk ræður engu um vinnutíma og getur ekki átt neitt val í þessum efnum. Það er ekki pláss á skólavistun nema fyrir brot af þeim börnum sem þurfa.

Ég kynntist einu sinni svona skólavistun, eða síðdegisgæslu í útlöndum.                    Það var í Boston í Bandaríkjunum fyrir nærri tveimur árum, þá var ég þar nokkra daga að líta eftir  sonardætrum tveim og önnur var í svona gæslu. Á meðan amma var í heimsókn þurfti hún ekki endilega að vera allan timann, en þar gat hún annars verið til kl. 18.00. Ég sótti hana þangað og sá þá hvernig aðbúnaður er á svona stöðum í Ameríku.  Hún var í skóla sem var stutt að ganga í að heiman. Skólavistunin síðdegis var svo í sama skólanum.

Á haustin þurftu foreldrar og börn að velja, hvað barnið ætti að fást við eftir skóla.    Það var hægt að velja myndlist, píanó, íþróttir  og eitthvað fleira sem ég ekki vissi.        Í skólanum voru stofur fyrir allt þetta og íþróttasalurinn var í fullri notkun til kl. 18.00. Ég sótti hana einu sinni þangað og þá var íþróttakennari með stóran hóp í leikjum. Annað sinn fann ég hana í myndlistarstofunni með  viðeigandi kennara. Svo gátu þau verið úti eða í einhverri stofu að föndra eða dunda eitthvað annað.  Þessi skóli var sem sagt fullur af krökkum frá átta um morguninn til kl. sex um kvöldið. Og alvöru kennarar sinntu þörfum barnanna ásamt gæslufólki.  Ég kvittaði fyrir móttöku hjá umsjónarkonunni þegar ég fór með stúlkuna heim.

Eitthvað hefur þetta nú kostað "hreppinn" maður!  Allt þetta fólk sem hugsaði um börnin var í vinnu hjá Bostonborg. Og svo hefur þurft að skúra allt húsið eftir sex. Reyndar voru skólastofurna fæstar í notkun svona lengi, þar hefur verið hægt að flýta fyrir skúringakonunni. Ætli þetta verði nokkurn tíma svona á Íslandi? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Gunna Páls, Egill, dúkkuskírnarathafnir, eldspýtustokkaröðun, Altó, skautar, útileikir, kassabílar, vegheflar, Púlli tannlæknir, hringferðalög, bílnúmer, kökur og kakó á Flúðum, Garður, Sauðárkrókur... fátt eitt talið sem ég hefði aldrei viljað missa af, nema kannski Púlla í ham .

Ég vona að 10 tíma vistun verði aldrei í boði fyrir lítil börn á Íslandi .

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 19.9.2007 kl. 00:43

2 Smámynd: GK

Altó?

GK, 19.9.2007 kl. 02:40

3 Smámynd: Rúnarsdóttir

Af einhverjum ástæðum efast ég nú um að þessi þjónusta hafi verið mikið niðurgreidd af Bostonhrepp. Þó veit maður ekki. Ég var á Glaðheimum hjá Ingibjörgu Stefáns (Ingibjörgu minni) og þar kynntist ég bestu vinkonu minni sem ég á enn í dag. Guði sé lof fyrir útivinnandi mömmur.

Rúnarsdóttir, 19.9.2007 kl. 16:33

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Þýðing: Guðmundur - "Altó" - skoo - Álftavat, þar sem nú er  vestasti hluti Vallholts.    Kannski var búið að eyðileggja það þegar þú fékkst að fara út á eigin vegum. 

Rúnarsd. Hreppurinn borgaði örugglega einhvern hluta, annars hefðu mín börn leigt sér vinnukonu. Þær er enginn vandi að finna í Ameríku, og ekki allar dýrar. 

Helga R. Einarsdóttir, 19.9.2007 kl. 16:42

5 Smámynd: GK

Nei, eitthvað rámar mig í þetta Álftavatn.

En mitt drullusvað var hjá íþróttahúsinu við Sólvelli, þar sem nú er myndmenntastofa og leikskóli.

Ég var aldrei í leikskóla... veit ekki hvað mér finnst um það.

GK, 19.9.2007 kl. 21:47

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Stefnir ekki í þetta ? Min börn voru 4 tíma í leiksóla á dag og annar var í tvö ár ekki fjögur. Hann sagði kærustinni einu sinni að hann hefði bara viljað vera hjá mömmu. það var svo gaman sagði hann. Auðvitað voru enn útileikir þá og mörmmur heima. Þetta voru forréttindi hugsa ég.

Það er örugglega erfitt að vera  ungur í dag.  

Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.9.2007 kl. 21:51

7 identicon

Komum i nott, erum ad lata timann lida i dag a netkaffihusinu okkar.

Alltaf svona afgangsklukkutimar i utlondum sem tharf ad eyda.

Sjaumst

myrarljosid (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband