Úti er ævintýri - í þetta sinn

En það verður örugglega endurtekið, vonandi strax á næsta ári og þá bara sem bæjarhátíðin okkar sem búum hér á Selfossi. Ég er strax búin að finna eitt atriði sem má bæta við næst, ég ætla að vinna í að koma því á, en segi ekki strax hvað það er. 

Afmælishátíðin hélt sem sagt áfram í gær, og var þá að mestu einhverskonar sýningar og atriði innanhúss. Það var auðvitað skipulagt þannig vegna veðursins sem gekk yfir Suðurland, eins og skipuleggjandinn Kjartan sagði. Ég fór í Tryggvaskála, þar sem sýndar voru myndir bæði kvikar og kyrrar og svo var þar líka hægt að kaupa húfur og kökur.

Í gærkvöldi fór ég svo í hótelið en þar safnaðist  þá saman  söngfólk af Selfossi, allt frá 1950 og eitthvað,DSCF4059 og allt fram á þennan dag. Og þar voru margir mættir með mikla hæfileika  og frábær atriði. Fæstir höfðu undirbúið sig eða æft með hljómsveitinni, en allir "gerðu það gott". Knattspyrnuliðið kom svo að norðan með vinning í pokanum og loforð um sæti í fyrstu deild. Það var góð afmælisgjöf. Bekkjarfélagar mínir í skólanum stóðu á palli með Árna Johnsen og sungu hástöfum fyrir almennum "brúarsöng".  Ég minni þau á það næst þegar við tökum lagið í skólanum. Flugeldasýningin var svo síðasti liður afmælisdagskrár í gær og hún var glæsileg. Svo var auðvitað ball á eftir.

Í dag var svo kaffihlaðborð í hótelinu og karlakórssöngur með. Í næstu viku hefst vetrarstarf kórsins og ég vænti þess að nokkrir þeirra sem á hlýddu í dag leiti nú eftir inngöngu í kórinn.

Afmælisveislunni er lokið. Þeir sem stóðu fyrir þessari þriggja daga skemmtun, sem bæjarbúar virtust hafa mikið gaman af, eiga bestu þakkir skyldar frá okkur sem gerðum ekkert annað en að njóta. 

Mynd er hér með frá kvöldinu í gær, þar standa á sviði nokkrir þeirra sem þöndu raddböndin á sviðinu í gamla Selfossbíói fyrir einhverjum óþekktum fjölda ára.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Flott mynd!
Og já, það væri gaman ef það yrði hátíð á hverju ári. Það vantar alveg að hafa svona Selfoss-hátíð. Sumar á Selfossi kemst reyndar ansi nálægt því, en þetta eru svo ólíkir viðburðir að það er ekki hægt að bera þá saman.

Josiha, 16.9.2007 kl. 18:02

2 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Mér finnst að það eigi að splæsa allar þessar 4 hátíðir saman í eina, það er : Vor í Árborg-Sumar á Selfossi-Sléttusöng og Afmælishátíð.

Stóra jógurthelgin eða vikan?

Annars gleymdir þú að taka það fram að þessi hávaxni myndarmaður, fjórði t.h. er maðurinn þinn.

Takk fyrir helgina.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 16.9.2007 kl. 22:00

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Sammála, nema hvað það var búið að stinga uppá nafninu "Mjólkurdagurinn mikli", eða þá vikan? kannski er það samt of mikil eftiröpun á f------------ mi--a.

En  með þennan fjórða t.h. það hélt ég bara að allir vissu!

Takk sömuleiðis.kv.

Helga R. Einarsdóttir, 16.9.2007 kl. 22:08

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég sá fánadýrðina en ekkert annað. Þetta hefur verið gaman. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.9.2007 kl. 16:56

5 identicon

Vid hofum greinilega misst af miklu. Thad er frabaert hvad uppakoman hefur tekist vel hja rakaranum. her voru kosningar og motmaelaganga fyrir utan holid okkar en thar sem vid hofum ekki kosningarett i Kanada skipti thetta okkur litlu mali en Quebekbuar vilja adskilnad fra Kanada. Annars er mer alveg nakvaemlega sama og er i allt odru her en politiskum paelingum! Sjaumst

Eg thekkti thennan haa granna ljoshaerda!

MYRARLJOSID (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 16:13

6 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

OMG --- !  Það eru ekki allir sem fá komment frá fjarlægri heimsálfu.  Og liggur við að ljósið mitt sé farið að blanda sér í stjórnmál og tala tungum.  Ertekkjað koma heim?

Helga R. Einarsdóttir, 18.9.2007 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband