14.9.2007 | 23:00
Selfoss er 60 ára, lengi lifi rakarinn
Og ég fór í afmælisveislu í kvöld - og ég ætla líka á morgun og svo að sjálfsögðu á sunnudaginn. Ég ætla að vera að skemmta mér með samborgurunum alla helgina. Það byrjaði síðdegis með kjötsúpuboði í Bónus. Garðyrkjubændur buðu, sagði fólkið sem jós í skálarnar. Einstaklega hentugt að sameina innkaupin veislunni. Súpan var meira að segja alveg eins og alvöru réttasúpa, sem er ekki slæmt á sjálfan réttadaginn.
Svo var skrúðganga í kvöld, í ágætu veðri og góðri stemningu, austur og vesturbæingar auðkenndir með bláu og appelsínugulu. Engan sá ég skarta gulu, eins og þeir Langnesingar áttu að gera. Ég vona bara að þeim detti ekki í hug að kljúfa sig út úr samfélaginu og stofna sjálfstætt bæjarfélag.
Það er alveg einstakt framtak einstaklingsins Kjartans Björnssonar að koma þessari afmælishátíð á, og okkur bæjarbúum ætti að vera bæði "ljúft og skylt" að sækja alla viðburði sem boðnir eru. Og það er margt í boði - skemmtanir í hótelinu, gamlar myndir sýndar í bíóinu, sýningar í skálanum og bókasafninu. Frítt í laugina og svo fjöldamargt sem ég man ekki að telja. Tjaldstæðið opið og gestir velkomnir.
Hér í austurbænum skreytum við hús og garða með appelsínugulu en vesturbærinn er blár. Það koma líklega tvær myndir hér með, önnur af húsinu Hafnartúni sem er jafngamalt Selfossi, myndin er ekki í fókus, en húsið engu að síður fallega skreytt vegna 60 ára afmælisins. Hin myndin er af kappanum Kjartani þar sem hann dreifir afgangsblöðrum til afmælissgesta. Áður höfðu allir fengið með póstinum, blöðrur í sínum litum.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gamalt hús í Hafnartúni!! Það gengur ekki. Verður að rífast strax, og taka Tryggvaskála í leiðinni. Ef á að eyðileggja þennan svo fallega gamla stíl sem var á Selfossi, verður að gera það almennilega. Hvernig er með Gamla Bankann, þar sem Danski kóngurinn baðaði sig í langa baðkarinu og svaf svo vel á eftir. Allt svona óþarfa drasl verður að fjarlægja fyrir hina nýju kynslóð pólitíkusa og húsaneglara.
Wolfang
Eyjólfur Jónsson, 14.9.2007 kl. 23:44
Skál fyrir Kjartani
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 15.9.2007 kl. 00:58
Til hamingju með bæinn þinn.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.9.2007 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.