Það var blautt í dag

Ég varð gegndrepa bara af því að hlaupa yfir í Iðu í hreystitíma sem svo féll niður. Hljóp tilbaka og þá rigndi miklu meira. Ég rakst á lítinn strák sem ég greip með mér yfir götuna og kom þar með í veg fyrir að hann skolaðist með straumnum sem stefndi með boðaföllum að næsta niðurfalli.  Niðurföllin höfðu reyndar engan vegin við og seinna kom ég að slökkviliðsmönnum sem dældu vatni í stórri slöngu úr sundlauginni yfir á skólalóðina. Mér fannst það svolítið kyndugt, en greinilega var eitthvað mikið að í lauginni. 

Nú liggur við að mér finnist haustið komið, það er svo dimmt.  Eftir að ég kom heim í dag klæddi ég mig í regngalla og fór út að tína ber. Ég tíndi sína fötuna af hvoru Reyni og Úlfareyni.  Þá er ég komin með þéttfulla strigapoka af hvoru. Ég er viss um að þessi fræsöfnun telst mér til tekna á himnum. Örugglega er þetta kolefnisjöfnuð syndaaflausn og gott ef ekki mótvægisaðgerð líka. það verða ekki svo fáar trjáplöntur til af þessum berjum og þarf margar vinnufúsar hendur til að planta þeim í fyllingu tímans.

Það er farið að sjá á gróðrinum í garðinum eftir alla rigninguna. En það er hlýtt ennþá og gæti alveg verið fallegt eitthvað áfram ef styttir upp og frýs ekki mikið. Myndirnar sem fylgja eru, önnur úr garðinum, en hin af reynitrénu sem ég tíndi af í gær. ÞDSCF2269DSCF4007að er stórt tré og ég næ nú bara í neðstu greinar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið voða er fínt þarna á þessum myndum!

Verst að þú getur ekki notað mín ber.

mýrarljósið (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 22:20

2 Smámynd: Josiha

Það er langt síðan mér fannst haustið vera komið. Annars fannst mér veðrið í dag alveg dásamlegt. Elskaði að hlusta á rigninguna. Svo róandi og fagurt hljóð

Josiha, 12.9.2007 kl. 22:25

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Takk ljósið mitt, ég er nú búin að fá alveg nóg held ég, en mér fyndist örugglega gaman að sveifla mér í trjánum þínum.

Jóhanna, mér fannst líka veðrið gott, rigningin var svo hlý.

Helga R. Einarsdóttir, 12.9.2007 kl. 22:38

4 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Yndislegt veður í dag!

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 12.9.2007 kl. 23:14

5 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Já það er greinilegt að þið vinnið ekki í leikskóla   börnin skemmtu sér konunglega en þau voru aaaaansi blaut greyin þegar inn var komið.  Gaman samt að hafa alla þessa fjölbreytni á Íslandi ekki satt?

Kv. Rannveig

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 13.9.2007 kl. 20:00

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mikið er garðurinn fallegur og þú ert mesti dugnaðarforkur Helga mín.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.9.2007 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband