12.9.2007 | 20:02
Ég fór á móti safninu
Í dag er miðvikudagurinn í réttavikunni. Áður en réttum uppsveitanna var ruglað, til að kaupstaðafólk ætti hægara með að koma, voru Hrepparéttirnar alltaf á fimmtudeginum. Í dag hefði ég átt að vera að taka á móti safninu, samkvæmt gamla laginu. Allt frá tíu ára aldri og fram að fertugu fór ég hvert einasta ár ríðandi upp hrepp snemma dags.
Mér tókst oftast að komast upp að Fossi og fylgdi svo safninu það sem eftir var niður að réttum. Tvisvar lenti ég í því að vera ólétt, það voru einu árin sem ég stóð ekki mína plikt þennan dag. Meira að segja þegar ég fór til Noregsdvalar eitt ár fór ég daginn eftir réttir og passaði svo að koma heim aftur svo ég gæti farið á móti. Fjallkarlarnir fögnuðu mér vel í það skiptið, þeir vissu ekki að ég væri komin heim.
Eftir að ég byrjaði að vinna í skólanum hef ég ekki farið í réttir eða á móti. Mér finnst maður ekki eiga að biðja um frí að nauðsynjalausu og lifi svo sem alveg af. Myndin sem á að fylgja hér gæti verið tekin að morgni miðvikudags í miðjum september, ég að rölta af stað með hnakkinn minn á bakinu, á leið að sækja reiðskjóta til að fara á móti.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú er nú meiri skutlan!
Er þetta ekki Hringur með þér?
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 12.9.2007 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.