11.9.2007 | 20:13
Hundleiðinlegar fréttir
Þegar maður vinnur allan daginn og sér eftir það um þarfir heimilis, þó ekki sé stórt, þá eru kvöldfréttir sjónvarps eiginlega þær einu sem ég get séð eða heyrt. Því miður held ég að þær séu að verða leiðinlegri með hverjum deginum sem líður. Og þá meina ég ekki slæmar fréttir, heldur algerlega óþolandi hundleiðinlegar fréttir.
Þessi keypti hlut í hinum og fjárfestir festi ráð sitt eða óráð hér eða þar. Hverjum dettur í hug að venjulegt fólk hafi áhuga á þessu endemis rugli. Eina fréttin sem ég man eftir frá í kvöld, þó ekki kæmi hún til af góðu, var um bóndann í Borgarfirðinum sem er að reyna að leiða Vegagerðina til betri vegar. Hún var góð.
Þessar fréttir af milljörðum, útrásum, fjárfestingum, tapi eða gróða "athafnamanna" eða pappírsfyrirtækja þeirra, ættu að vera í sérstökum fjármálafréttum, það er víða svoleiðis í útlöndum og annað eins er nú apað eftir.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég horfi ekki lengur á fréttir. Eftir að ég hætti því þá varð ég miklu glaðari, hehe. Ef e-ð merkilegt gerist þá frétti ég pottþétt af því. Eins get ég lesið fréttir á mbl.is og ef mér líst ekki á einhverja frétt þá sleppi ég bara að lesa hana. Mjög ánægð með þetta fyrirkomulag hjá mér, hehehe...
Hey! Svo er sko mikið að frétta! Nenni ekki að senda meil. Segi þér þetta frekar á morgun. Æ nei, við erum að fara í bæinn á morgun. Ég eða Gummi hringi í þig og segum þér allar fréttirnar. Forvitin?
Josiha, 11.9.2007 kl. 23:19
Ég vil fá Jóhönnufréttir!
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 12.9.2007 kl. 00:54
Alltaf nóg að gera hjá þér. Það er von að þú og aðrir vilji fréttir sem eitthavð er varð í. Fréttirnar hafa farið ofan garð og neðan hjá mér árum saman. Er allaf að hugsa um fjölskylduna þá. Það er makalaust hve mikið er að gera og þó er ég ekki lengur úti vinnandi. Sé bara ekki hvernig þú kemst yfir þetta
Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.9.2007 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.