Er hægt að kaupa endalaust?

Við vorum í sveitinni í dag, það var uppskerudagurinn í Mýrinni. Eiginlega var ákaflega lítil uppskera, kartöflur fáar og smáar. Varla von á öðru, áburðurinn sem átti að gera þær stórar og margar komst aldrei ofaní jörðina vegna eilífra þurrka. Það má segja að vesalings kartöflumömmurnar sem áttu að gefa af sér kartöfluforða til vetrarins, hafi hvorki fengið vott né þurrt í allt sumar.  En það gerði ekkert til þó lítið væri að hafa. Veðrið var frábært og við höfðum með okkur fullt af hjálparfólki. Við grilluðum svo pylsur og ég plantaði sex flottum trjám með góðri aðstoð. 

Á heimleiðinni fórum við framhjá, ég held þremur sumarbústaðasvæðum, þar sem nú er auglýst og reynt að selja fólki lóðir. REMAX flaggað á tveimur stórum stöngum á Skeiðunum, en ekki sá ég þar nú mikla umferð. Eftir að heim var komið fórum við smá rúnt um bæinn, aðallega um nýju hverfin sem við þekkjum hreint ekki neitt.

Þetta er mun verra ástand en var þegar Vesmannaeyingarnir komu hérna um árið. Þá bættust við einhverjar þrjár eða fjórar götur og gekk nokkuð vel að læra hverjar þær voru og hvert þær lágu. En nú veit maður ekki neitt. Í mesta lagi hvað hverfin eru kölluð svona á milli manna. Þessi þensla er ekki fyrir hvítan mann að fylgjast með. Annað var sem vakti athygli - mikið af þessum húsum virðist hafa verið byggt bara svona út í bláinn! Skilti i gluggum á heilu röðunum bjóða húsin til sölu. Voru þau bara byggð án þess að nokkurn vantaði þak yfir höfuðið? Er endalaust til fólk sem kaupir og kaupir, hús og sumarbústaðalóðir? Mér bara finnst þetta alveg ótrúlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Rétt hjá þér Björgvin, ég verð að segja "að ég hef svolitlar áhyggjur af þessu".

Helga R. Einarsdóttir, 9.9.2007 kl. 21:01

2 identicon

Var "ástand" þegar við komum?  Og þetta voru 5 götur.

mýrarljósið (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 21:34

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Já ljósið mitt - er ekki alltaf "ástand" þegar mikið af ókunnugu fólki kemur allt í einu og sest að einhversstaðar.  Hlutfallið verður alla vega  að vera mjög lítið ef það á ekki að hafa áhrif.  En svo getur líka verið spurning um gott eða slæmt "ástand". Þer hefur til dæmis alltaf fundist þú af því góða.

Helga R. Einarsdóttir, 9.9.2007 kl. 22:08

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

OMG - þarna átti að standa MÉR hefur fundist, en ekki þér. Það væri þokkalegt ef ég væri að ásaka þig um þvílíkt grobb.

Helga R. Einarsdóttir, 9.9.2007 kl. 22:33

5 identicon

nýrarljósið (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband