8.9.2007 | 21:44
Kunnuglegar athafnir á laugardegi
Í dag rifjaðist upp fyrir mér hvernig ég fyrir langa löngu notaði laugardaga í rigningartíð. Ég man ekki hvað er langt síðan mér datt í hug að vera inni og taka til heilan laugardag. Ég hreinsaði til á skrifborðinu, þegar tölvan kom til sögunnar var mér sagt að ég hefði ekkert með skrifborð að gera upp frá því. Það er nú öðru nær, ég dauðsé eftir stóra borðinu sem ég átti áður, það er ekkert pláss fyrir allt það pappírsflóð sem að mér safnast. Einu sinni skrifaði ég lýsingu á því þegar ég fór inní búr til að taka þar til. Þá urðu til fjórar A4 síður þéttskrifaðar um allt sem í búrinu var og það gagn sem mér var að því að geyma það allt saman. Mér tókst ekki að henda nema einum sprungnum bolla.
Svipað var það í dag. Þarna voru nótur, sem fóru í möppuna sína. Útprentun með leiðarlýsingum á gönguleiðum um Flóann, ofaní skúffu með þær. Myndir, sem fóru í möppu, og þá þurfti aðeins að laga til í möppunni. Miðar með ótrúlegustu minnispunktum, sameina þá alla í minnisbókinni. Frumritið af ferðasögunni til Leeds, allt með rauðum merkjum og leiðréttingum, búið að leiðrétta og gefa út, 48 síður. Henda frumritinu. Póstkort frá ferðalöngum um allan heim og eitt frá mér sjálfri frá Vigur. Ofaní skúffuna með póstkortunum. Leiðarvísirinn með nýja Canon prentaranum mínum, hann á að vera hjá öðru tölvudóti í hægri hillunni. Ég raðaði nokkrum vikum af bloggi í möppuna sína. Ég prenta það nefnilega út og geymi þannig. Svona er ég gamaldags. Mig vantar plastvasa - og líka svona töng til að ná heftum úr nótubunka, þær hefta alltaf svo saman í bankanum. Ég er nefnilega ekki með heimabanka eins og sjálfsagt hefur áður komið fram. Það er að hluta vegna þvermóðsku, en líka til að hún Helga "litla" nafna mín hafi vinnu á meðan hún þarf þess.
Ég fór líka í dag á E38 til að hjálpa Helgu Guðrúnu að koma saumavélinni af stað. Hún var að byrja að sauma sér kjól sem hún ætlaði að nota í kvöld og foreldrarnir í R.vk. Þegar ég fór var hún að byrja að klippa silfurefnið í mátulega búta til að sauma svo saman aftur. Ég fór í leiðinni í eitt hús og gerði þar samning um berjatínslu. Júlía er komin til að gista og ég fór uppá sjúkrahús í heimsókn í kvöld. Það rignir hér rooosalega.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jahá. Það hefur aldeilis orðið mikið úr deginum hjá þér
Gummi var á golfmóti í allan dag. Við mæðgurnar fórum út að labba - fyrsta labb eftir veikindin. Okkur fannst það báðum jafn gaman. Dimma fékk að koma með, en svo skiluðum við henni aftur heim og löppuðum með Ernu frænku út í Stóra hús. Kíktum í heimsókn til Hönnu frænku og Jóhanns Más. Frændsystkinin léku sér saman og voru jafn ákveðin við hvort annað. Hafa greinilega bæði erft hið alræmda Sandvíkurskap, hehe. En allt fór þetta vel að lokum og kvaddi Dýrleif Nanna alla með knúsi og kossi
Æ kannski ætti ég bara að senda þér meil? Svona svo að það séu ekki allir að lesa þessa athugasemd sem er sérstaklega ætluð þér. Segi þér bara meira seinna. Það er nefnilega ýmislegt að frétta
Josiha, 9.9.2007 kl. 01:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.