Ég ætla að "bera beinin"

Að tala um að einn eða annar "beri beinin" hér eða þar, hvað skyldi það þýða? Í allan dag er ég búin að reyna að bera bein, en ekkert orðið ágengt. Reyndar voru það ekki bara einhver örfá bein sem ég hafði áhuga á, heldur heil beinagrind. Beinagrind sem við eigum í skólanum, að vísu úr plasti en alveg rétt sköpuð að öðru leyti.  Hún hefur í vor eða sumar farið á flakk, sem ég hélt nú að svona "grindur"gerðu ekki hjálparlaust.

Í einhverjum afkima skólans er nú þetta grey, með skinin beinin, krepptar kjúkur og hvíta leggi. Ég verð að finna hana á morgun, annars hugsa ég til hennar alla helgina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Talandi um "ber", beinin  eru ber.

mýrarljósið (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 22:40

2 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Áður enn ég las til enda hélt ég að þú ætlaðir að klína berjagumsi á lappirnar(beinin).

Ég vona að þú gerir beinin opinber á morgun svo þú getir tekið upp kartöflur um helgina áhyggjulaust. Kannski finnur þú kuml í Mýrinni, alvöru bein fyrir skólann.

Dreymi þig annað en ber.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 6.9.2007 kl. 23:46

3 Smámynd: Josiha

Ég var hér

Josiha, 7.9.2007 kl. 02:23

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Skemmtileg pæling. Hvernig er þetta orðasamband hugsað? Tengist þetta því að þegar maður er dauður og holdið gengur í efnasamband við jörðina, sem maður er áður sagður kominn af (hvernig sem það má nú vera -- er þá hugsað um þann jarðargróða sem forfeður okkar hafa látið ofan í sig, beint og óbeint?) -- verða beinin eftir ber? Sem sagt, með því að sálast stefnir maður að því að bera beinin = gera þau ber ... ?

Sigurður Hreiðar, 7.9.2007 kl. 07:58

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gangi þér vel að finna beinagrindina. Mér fannst alltaf þegar ég var lítil að það að bera beinin einhverstaðar væri það að verða úti. Ég sé að Sigurður hefur mikið til síns máls. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.9.2007 kl. 11:04

6 identicon

það er ekki laust við að þegar að ég heyri þetta þá blandi ég bara saman norskunni og íslenskunni.. að bera beininn. Gæti mögulega verið að það væri verið að meina að lyfta upp skálmunum til að bera beininnn. Að fá lit á fótleggina. Gæti verið..

En eins og við komumst að um daginn Helga þá á ég að koma með " dulkóðuð skilaboð til þín ef eitthvað gerist" enn hefur ekkert gerst.. storkurinn hefur lennt í slæmu skyggni og er nú líklega skammt suður vestur af Grænlandi í einn einni lægðinni og án heimildar til lendingar á nokkrum stað. Greyið sem átti að fá að lenda 5 sept.. og ég get sagt með góðri samvisku .. " kæra frænka þetta er enginn dæmalaus vitleysa hjá þér" eins og við vorum búnar að komast að samkomulagi um .Ef þér leiðist einn daginn í rigningunni þá getur þú kíkt inn á kroati.barnaland.is og leyniorðið er nafnið á hundinum hjá mömmu og pabba með o í endann í stað ó. Eftir gríðarlegan félagslegan þrysting þá gátum við ekki gert annað en að leifa fólki í öðrum löndum að fá að fylgjast með þróunn mála í gegnum þennan miðil.

Erla Björg (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 11:33

7 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Æ Erla mín er ekki fuglaflensa suðvestur af Grænlandi? thíhí...farðu nú að fá illt í magann!!

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 7.9.2007 kl. 16:12

8 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Mér varð að ósk minni - ég fékk að taka í kjúkurnar á Beina eftir hádegið í dag. Eins og mér datt í hug hafði hann brugðið sér af bæ og fór svo illa að þann bæ voru allir að yfirgefa. Greyið varð eftir og hafði þá  engin ráð til að komast heim til sín aftur.

En þetta með "að bera beinin" er verðugt rannsóknarefni. Í orðabókinni er sagt að það þýði bara einfaldlega "að deyja", mér finnst það heldur "klén" skýring.  

Erla mín, þakka þér fyrir aðganginn að þínu nánasta. Vonandi fara að gerast tíðindi þar. Ég hef heyrt að fuglaflensa batni fljótt, ef skepnan  á annað borð lifir af.  En ég man líka septembermánuð sem varð tveimur vikum lengri en til stóð.  

Næsta ár skulum við halda hátíðlegan einn allsherjar uppskeruhátíðardag í mýrinni.  Það er svo miklu skemmtilegra og skiptir þá engu máli hvort mikið eða lítið hefst upp úr garðholunum. kv. 

Helga R. Einarsdóttir, 7.9.2007 kl. 18:07

9 identicon

Enn um beinin. Ég var eiginlega sammála Sigga Hreiðari viðvíkjandi því að beinin verði endanlega ber í gröfinni þangað til ég fór að velta vöngum yfir sögninni að bera = rogast með. Þar með var skýring SH úr sögunni og þó ég fletti upp í Íslensku orðtakasafni , sem æði oft verður mér til upplýsinga, þá er ég engu nær en aðrir vem velt hafa þessu fyrir sér, sem sagt, pass.  Kveðja til ykkar þar í syðra, , kannske er Erla Björg að bíða eftir afmælisd. Sigurbjargar langa langömmu sinnar 11.sept. Gunný   
 

Gunný (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 21:56

10 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Kannast fólk ekki lengur við að bera eitthvað = gera bert? Bera búk sinn (eða parta af honum)?

Ég ætla ekki að rogast með beinin mín löngu eftir að ég hef berað þau!

Kveðja norður -- og austur!

SHH

Sigurður Hreiðar, 9.9.2007 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband