6.9.2007 | 20:48
Eins og ég gerði fyrir fjörutíu árum
Ég er samt ekki viss um að það sé hægt. En ég ætla samt að byrja og ekkert vera að hugsa um ár eða aldur. Skoo - það er svoleiðis að ég er í sundi með strákunum á mánudögum. Ég gæti staðið á bakkanum, en finnst alveg eins gott að fara bara ofaní, ég má það. Á meðan þeir synda get ég alveg synt svona 500 metra, ég er við hliðina á þeim og tilbúin í uppákomur ef verða. Svo á þriðjudögum er tveggja tíma leikfimi, ég ætla að hita upp með krökkunum. Nokkrir hringir á góðu skokki skaða varla. Á miðvikudögum er hreysti í íþróttasalnum, aftur hita ég upp, skokk og kannski smá teygjur. Á föstudögum aftur hreysti í sal með upphitun, eða í tækjasal Iðu. Þá get ég farið á hlaupabretti eða þrekhjól. Ég held ekki að mínir menn vilji mig í lið, en ég er ágæt í körfu. Svo labba ég alltaf í og úr vinnu og fer í sund eftir vinnu svona þrisvar í viku. Ætli ég gæti ekki orðið nokkuð góð í vor? Og fæ borgað fyrir það!
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hrædd er ég um að þú hafir fengið höfuðhögg, svona hljóð hefur ekki verið í þér fyrr!
mýrarljósið (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 21:40
Amma-massi, nú má Úrsusinn passa sig!
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 6.9.2007 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.