6.9.2007 | 18:25
Þegar ég hangi í trjánum á haustin
Nú er berjatíminn byrjaður hjá mér. Ég tíni allt öðruvísi ber en annað fólk, ég tíni ekki ber til að borða. Það sem ég helst leita eftir eru ber af trjám og runnum og yfirleitt bragðvond, ef ekki algerlega óæt. Ég er fræsafnari. Safna berjum sem síðan eru verkuð til að verða fræ af ýmsu tagi. Ég byrjaði um dagin að tína af ylli sem var vel birgur af berjum, en fjárans starrinn fer nú eins og faraldur yfir og ylliberin eru í uppáhaldi hjá honum. Þess vegna verð ég að vera á undan að tína þau. Annað má alveg þroskast aðeins betur. Þegar ég var að tína af yllinum komst ég að því að það er nokkuð seigt í mér, eiginlega alveg ólseigt. Ég var að færa mig til þarna í skógarþykkninu og rak þá tána í rótarhnyðju jarðfasta. Ég var með berjapokann í hendinni og gat þess vegna ekki borið fyrir mig hendurnar, og ferðin var víst heldur mikil á mér. Ég sem sagt tókst á loft yfir hnyðjuna, lenti síðan - ekki á hnjánum - ekki á maganum - nei - ég lenti á nefinu hinumegin við yllinn og lappirnar lentu á trjárótinni - allharkalega. Ég sá það aðallega í lauginni í dag. Kolsvartir marblettir bryddaðir rauðu flúri. Ég var með gleraugun á nefinu og þau brotnuðu ekki. Ég bjóst við blóðrisa andliti, en þegar heim kom og litið í spegil, var þar ekki skrámu að sjá. Ég var , og er alveg í heilu og góðu lagi. Berjavertíðin er líka bara að byrja. Ég á eftir að eiga við öll háu trén.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Greyið mitt
Þú ert þá komin í haustlitina eins og vera ber, að tína ber, samt ekki ber. (Fábært tungumál!). Gott þú ert ósködduð mín kæra en ég held þú viljir ekki mín ber.
mýrarljósið (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 21:38
"Tvö mjólkurglös á dag,alla ævi"eru að skila árangri
.
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 6.9.2007 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.