1.9.2007 | 20:37
Fólkið sem ég hef "týnt"
Stundum dettur mér í hug hvað það væri skemmtilegt að finna einhvern aftur í gegnum bloggið. Ég hef kynnst alveg ótrúlega mörgu fólki og þess vegna líka tapað mörgum eitthvað útí buskann. Ekki séð eða heyrt í mörg ár. Mikið væri gaman ef ég sæi einn daginn nýjan bloggara á skjánum og það væri einmitt einn þeirra sem mig langar til að vita hvar er núna. Hvert fóruð þið öll, og hvað eruð þið að gera núna?
Ekki væri verra að fá komment frá gömlu vinunum og félögum. En kannski er þetta allt svo löngu liðið og fólkið orðið svo gamalt að það eignaðist aldrei tölvu. Samt getur það ekki verið, ég hef alltaf frekar leitað í félagsskap mér yngra fólks. greinilegt merki um seinan þroska.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vonandi finnur þú einhvern. Já, maður týnir því miður mörgum aftur á lífsleiðinni.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.9.2007 kl. 11:07
Tilkynningarskyldan..
Uppskeran er í sögulegu lágmarki hjá Villa "stór" kartöflubónda. Stórtjón og líklega verður sótt í styrki til ofanflóðasjóðs eða einhvers sjóðsins a.m.k til að kaupa útsæði fyrir næsta ár.. (bara svona til að vera með kartöflubændunum í Þykkvabænum) En í alvörunni þá var lítil uppskera en afþreygingargildið var mjög hátt þetta árið. Bragðið svíkur samt engann hvot sem um er að ræða kartöflur eða rófur.
Erla Björg (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 09:53
ég verð alltaf hér, mun aldrei týnast:D
maður verður lika að hugsa jákvætt, horfa fram á vegin og hlakka til að fá að kynnast fleira fólki:)
ég bíð allavega spennt eftir framtíðarvinum og vandamönnum
elskjú:*
Helga Guðrún (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 23:34
Jú tú
Helga R. Einarsdóttir, 4.9.2007 kl. 10:22
Já auðvita fylgist ég með þér kæra Helga. Og svo verðum við að passa hvar við veljum okkur sæti !!
Pálína (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 22:29
Ég verð líka alltaf hér. Og er sammála Helgu Guðrúnu, bíð eftir framtíðarvinum og hlakka til að kynnast nýju fólki, sem ég er nú að gera þessa dagana, með því að byrja í 10.000 manna skóla!
Ninna (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 15:56
Ert þú týnd ???'
Mr Zeta (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 23:52
Segjum tvö!
mýrarljósið (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.