29.8.2007 | 20:57
Minningar úr Mosfellssveit
Nú er dottið á með dramatískar minningar úr Mosfellssveitinni. Frændi minn og bloggvinur Sigurður Hreiðar, man allt aftur til stríðsára og segir framhaldssögu af því.
Ég fæddist í stríðslok, að vísu í sama húsi og hann, gamla íbúðarhúsinu á Engi, en man þaðan lítið eða ekki neitt. Minar minningar eru frá Hulduhólum og svo gæti ég líka munað eitthvað smáræði frá vetrinum sem ég vann í Skálatúni. Þá fór ég á rúntinn með gæjum úr sveitinni og gekk á böllin í Þórskaffi eftir endilöngum hitaveitustokknum.
En þá var Siggi Hreiðar ekki í Hlíðartúni. Líklega var hann í Borgarfirðinum á þeim tíma. En hann kom þaðan aftur, það koma alltaf allir aftur. Bestu minningarnar frá Hulduhólum snúast um skepnurnar hans afa. Tíkina Tátu og svo hænurnar. Dögum saman sat ég á haugnum í miðri hænsnastíunni og fylgdist með pútunum. Aðalmálið var að sitja svo kyrr að þær kæmu alveg til mín og héldu að ég væri bara hluti af haugnum. Ég man að stundum var talað um "Helgu á haugi". Fyrir neðan túnið á Hulduhólum voru líka stríðsminjar. Byrgi grafin inn í brekkuna og hlaðin með sandpokum. Þarna lékum við okkur mikið . Svo fórum við í fjöruferðir sem tóku langan tíma - fannst okkur þá. Svo langan að við þurftum nesti, sem við auðvitað lukum við um leið og við vorum komin í hvarf frá bænum. En ég kann greinilega ekki að koma myndinni fyrir á réttum stað. Þetta verður að duga.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að sjá þessa mynd aftur? Ætli ég hafi ekki tekið hana?
Kveðja í bæinn
Sigurður Hreiðar, 29.8.2007 kl. 22:51
Vaaaá hvað þetta er skemmtileg mynd! Og við báðar frá "haugi" ... vissi að við ættum eitthvað sameiginlegt ...
Rúnarsdóttir, 29.8.2007 kl. 23:09
Skemmtilegt
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 30.8.2007 kl. 11:13
Fín mynd. Já allstaðar voru stríðsminjar þegar við vorum litlar og man ég nokkrar. Gaman af þessu.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.8.2007 kl. 12:52
Jú Siggi Hreiðar - örugglega er þetta mynd frá þér.
Og Rúnarsdóttir - samband okkar verður nánara með hverjum mánuðinum. Gleymdu ekki að við vorum saman í Hestakránni.
En ég er líka ánægð með, að eins og þú man ég vel hann pabba þinn.
Helga R. Einarsdóttir, 30.8.2007 kl. 20:27
Hvernig gengur sultugerðin?
Josiha, 30.8.2007 kl. 23:35
Hún gengur svo velað ég er búin með allar krukkur. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 31.8.2007 kl. 07:27
Ég þarf að senda þér tölvupóst Helga. Viltu smella einum tómum á mig á agustarunars@gmail.com svo ég fái addressuna þína ...
Rúnarsdóttir, 31.8.2007 kl. 09:19
Sæl Helga.
Svo þú átt sem lítil stúlka minningar úr Mosfellssveitinni. Þetta var gaman að lesa og takk fyrir. Sigurður frændi þinn Hreiðar er fróðleikskista um Mosfellssveitina.
Myndin er náttúrulega í einu orði stórkostleg.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 6.9.2007 kl. 15:22
OMG! Einu sinni spurði ég frænda hvort þessi maður væri "merkilegur" - eða svo merkilegur að ég ætti að reyna að vingast við hann?
----Hjúkk svo tók hann eftir mér!
Takk annars fyrir komuna og hlýleg orð, Kalli Tomm. Kannski heyrði ég á árum áður nefndan þennan Tomm, en man það ekki í bili. Ef ég fengi tengingu við eitthvað jarðbundið og gamaldags gæti kviknað ljós? kv.
Helga R. Einarsdóttir, 6.9.2007 kl. 17:28
Sæl Helga.
Brúarlandshúsið er t.d. stór partur af öllu sem mér viðkemur.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 8.9.2007 kl. 01:47
Þá hefur Tomm. væntanlega verið þar skólastjóri.
Annars var þar líka símstöð - minnir mig, en þar var held ég kona við stjórnvölinn.
Hver var Klara? Það nafn tengi ég við Brúarland.
Helga R. Einarsdóttir, 8.9.2007 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.