Kæru "bræður og systur"

Hvað er að fólki sem bregst við nýjum bróður með ónotum og forpokuðum hugsunarhætti. Ég hélt þetta væru vel ættaðar og sæmilega greindar manneskjur.

Á síðustu árum eru ættarmót haldin í flestum fjölskyldum. Hvert sumar er skipulagt með þetta í huga og stundum þarf maður að mæta á fleiri en eitt, eða jafnvel tvö á sama tíma.  Ég held að oftar en ekki komi nýtt "barn" á þessar samkomur. Synir eða dætur einhvers ættingjans sem ekki hefur verið vitað um fram að því. Síðast kom kona sem var bróðurdóttir pabba. Örstutt var þá síðan systkini hennar fréttu af tilvist hennar, en þau tóku henni auðvitað vel. Og líka dætrum hennar og barnabörnum. Fjölskyldan stækkaði um nærri tíu manns þennan dag. Öllum ættingjunum fannst þetta frábær viðbót.

Þessi fornaldarviðhorf eiga ekki að þekkjast á okkar tíma. Þetta eru leifar frá því fyrir hundrað og áttatíu árum þegar flestir fyrirmenn héldu við vinnukonur og hlóðu niður börnum, sem þeir síðan skrifuðu á vinnumenn eða fáráðlinga. Þá var ekkert DNA til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Ég var einmitt að hugsa þegar ég sá þetta í fréttum "af hverju þessi afneitun?"...barnalegt!

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 28.8.2007 kl. 22:37

2 identicon

OOOOOOOOo ætli þetta snúist ekki um peninga og " völd" eins og svo margt annað. Þetta er því miður þessari tilteknu fjölskyldu til mikillar lækkunnar finst mér.. Kanski erum við bara svo vön því að það dúkki upp nýtt og nýtt andlit í okkar ætt að okkur finst þetta ekkert tiltökumál lengur.. eins og Helga sagði hér um árið á ættarmóti.. Þetta er öll fjölskyldan.. svo vitað sé... er ekki bara best að hafa allar fjölskyldur þannig.. svo að sjokkið verði minna ef annað kemur í ljós.. 

Erla Björg (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 12:21

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Erla mín - viltu kommenta þegar allt fer af stað. Þú bara notar dulmál og segir til dæmis "mikil endemis vitleysa er þetta í þér frænka". Ég veit þú myndir aldrei segja svoleiðis og meina það, þess vegna er það ágætt leynimerki. Hafðu það sem best  og bóndinn líka.

Helga R. Einarsdóttir, 29.8.2007 kl. 21:35

4 identicon

Lofa að láta vita með áberandi hætti hversu mikil vitleysa þetta sé hjá þér.. ágæts plan, ekki spurning.. Allt rólegt enn sem komið er.. risa Bónusferð með tilheyrandi pokaburði upp tröppur gerði ekkert í gær. Næsta plan gæti verið á laugardag að taka upp kartöflur í Villa garði og sjá hvort að lendinginn verði á Sjúkrahúsi Suðurlands..eða Landspítalanum. Þetta fer að verða eins og hjá Ríkislögreglustjóra að það séu til áætlanir um aðgerðir og viðbragðsplön.. nema að það hafa ekki verið haldnir eins margir fundir um þetta hjá okkur og hjá þeim..en þau plön fara nú ekki af stað fyrri alvöru fyrr en eftir 5 september. Þangað til eru allir slakir.. fyrir utan mömmu hans Villa.. hi hi 

Erla Björg,Vilberg og Króatinn (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband