Víst er þetta indælt líf

Í morgun fórum við í fyrsta sundtímann þetta haustið. Það er allt komið af stað, valið byrjaði í dag og sumir áttu í erfiðleikum með að finna út hvert ætti að fara og hvenær.     Í fyrsta sinn sem hópurinn tvístrast og hver verður að bjarga sér. Vill til að þau eru oftast fleiri en eitt  úr bekknum í hverri grein og geta hjálpast að.

Nú eru stelpur og strákar saman í sundi. Síðustu ár hefur okkur verið skipt í stelpur og stráka. Stelpurnar voru sumar búnar að kvíða því skelfilega að hafa þetta svona, en þegar á hólminn var komið held ég að allir hafi verið sáttir. Að vísu er nokkuð þröngt um okkur. Tuttugu og tvö að synda á þremur brautum í útilauginni er nokkuð mikið, en sleppur með skipulagningu. Það er aftur á móti verra í klefunum, við erum þar með pínulitlum krílum úr Sunnulæk og verðum að flýta okkur til að vera aðeins á undan eða þá að ganga einstaklega varlega um klefann. 

Að vera komin í níunda bekk er ekkert smáræði.   Sumarið eftir ferminguna gerist svo mikið hjá unglingunum. Nú eru þau fyrst orðin Unglingar með stórum staf. Strákarnir sem voru langminnstir í vor og máttu var sig á að stíga ekki í faldinn á femingarkyrtlunum, jafnvel þó þeir væru í allra minnsta númeri. Sumir þessara stráka hafa síðan vaxið eins og arfi í rigningartíð, líka á þessu þurra sumri. Fermigarfötin eru orðin allt of lítil.  Stelpurnar eru orðnar nærri fullorðnar og jafn sætar og þær voru á fermingardaginn.  Svo halda þær bara áfram að verða flottari með hverjum mánuði sem líður. Þetta er indælt líf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Var ekki einu sinni til vinsælt lag: Thank Heaven for little girls, ´cause little girls get bigger every day?

Gaman hef ég af því að fylgjast með litlu tátunum mínum, allt frá þeirri sem nú er óper í Bretlandi (það er ekki eins gaman og hún hafði ímyndað sér), um þá sem sýnir afskaplega tannlaust -- eða í besta falli skörðótt -- bros og þá sem réttir mér vatnsflöskuna sína og segir: ertu ekki voðalega þyrstur, afi minn? Þú mátt súpa, en bara stutt!, niður í þá sem lætur sér nægja að horfa á mann með öðru auganu í einu (og bara stutt!).

Það er satt sem þú segir: þær halda áfram að verða flottari með hverjum mánuði sem líður. Amk. þangað til kemur að því að verða ósjálfbjarga í hinn endann en það er önnur saga.

Sigurður Hreiðar, 28.8.2007 kl. 08:01

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já þetta er og á að vera skemmtilegur tími í lífi unglinga. Ég man hvað maður hélt sig fullorðinn eftir ferminguna.

Vonandi á allt eftir að ganga vel hjá þeim í vetur.  

Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.8.2007 kl. 11:57

3 identicon

Vá, hvað mér fannst ég ótrúlega stór og fullorðin þegar ég var í 9. bekk. Ég var nánast viss um að það væri varla hægt að fullorðnast meira sko! Núna er yngsta systir mín í 9. bekk og mér finnst hún langt frá því að vera orðin fullorðin!

Ninna (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 19:59

4 identicon

ég var líka þvílíkt stór þá.. núna er ég 110% í fullorðinna manna tölu en samt er mér ekki boðið í brúðkaup hjá bróður hans pabba.. held ég fái ekki að vera viðstödd svoleiðis fyrren katrín og ómar gifta sig með þessu áframhaldi..

ef einhver er að fara að gifta sig á næstunni þá skal ég koma og vera skemmtilegasti veislugesturinn

Helga Guðrún (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband