Það verður stundum svo mikið úr litlu

Þessi helgi var svona "ekki að gera neitt sérstakt" helgi.  Ég byrjaði á því síðdegis á föstudag að fara í búð til að kaupa það sem þurfti. "Að versla inn", eins og konan sagði þegar hún var að segja frétt af skólavörukaupum barnanna. 

Ég keypti nú ekki skólavörur, heldur bara svona mjólk og brauð og þ.h. Endaði reyndar á að ná mér í litla trjáplöntu á hálfvirði í Blómaval (i).  Kannski var ég að bjarga lífi hríslunnar, sem heitir fullu nafni Fjallaþinur, mér hefur sýnst að plöntur sem ekki seljast þarna verði oft á endanum ruslapokanum að bráð. 

Jæja áfram svo. Dýrleif Nanna kom og fékk að gista á aðfaranótt laugardags. Foreldrarnir fóru á Árborgarslútt. Nóttin gekk bara vel, gesturinn vaknaði að vísu einu sinni, en sofnaði svo bara aftur eftir dálitla stund af spjalli og flissi við sjálfa sig.           Á meðan lá amman í sófanum við hliðina á henni og þóttist sofa. Það virkaði.

Á laugardagsmorgni þvoði ég smá þvott og svo var "hádegi í fyrra lagi" og eftir það brunuðum við í "Mosó". Júlía kom með okkur af því foreldrar hennar fóru í brúðkaup, hin systkinin bjuggu sjálfsþurftarbúskap heima. Börnum er aldrei boðið í brúðkaup, sama þó þau séu orðin stór.

Í íþróttahúsi Varmárskóla var sýning á öllu mögulegu í tilefni 20 ára afmælis sveitarfélagsins, eða bæjarins eins og Mosfellssveitin heitir núna. Þetta er held ég líka árleg sumarhátíð haldin þarna á túnunum heima hjá sveitungunum. Ég fæddist í þessari sveit og er þar nokkuð kunnug. Siggi Hreiðar frændi minn átti þarna í einum básnum myndir úr sveitinni. Þessi bás var annars í nafni eldri borgara og fannst mér svolítið skrýtið að hann væri að blanda sér í þeirra starf. Hann er nú bara sex árum eldri en ég. Nokkrar myndanna voru númeraðar og getraun um hvaðan þær væru, eða af hverju.   Ég reyndi að svara, lagði í það alla mína samvisku og fræðin sem sitja í mér frá árunum sem ég var hér fastur gestur hvert haust.  Meira að segja eftir byrjun skólagöngu fengum við að vera hjá afa og ömmu á Hulduhólum, alveg í hálfan mánuð. Skólinn byrjaði aldrei fyrr en öllum haustverkum og nauðsynlegum heimsóknum var lokið.Næst fórum við í heimsókn á Hraunteiginn og þar vildi svo vel til að foreldrarnir þurftu að fara með eldri dótturina til að kaupa búninginn fyrir ballettinn. Við pössuðum Unu á meðan.

Svo héldum við til baka í "sveitina" . Ég tók af snúrunni og eldaði fiskisúpu. Tíndi svo sólber og rifs fyrir myrkur. Ívar kom eftir kvöldmatinn, Helga þurfti að bregða sér af bæ. Svo komu foreldrarnir og tóku Júlíu með sér heim, en Ívar varð eftir og kom svo með okkur á flugeldasýningu í Hveragerði. Glæsilegasta sýning af því tagi sem ég hef séð á Suðurlandi er alltaf sú sem þar er haldin. Hvort hún slær við þeirri sem ég hef sé í Boston 4. júlí get ég ekki sagt, þær eru ólíkar. En Hvegerðingar kunna að halda svona sýningu. Svo skiluðum við Ívari. 

Í morgun byrjaði ég á að sjóða berin og búa til rifs og sólberjahlaup. Ég er búin að koma mér upp ákveðnum hóp "neytenda" á þessu sviði og þarf að eiga slatta.  

Svo fór ég aftur í Hveragerði og nú til Hreins og Ingibjargar til að kaupa tré.  Hreinn valdi með mér sex plöntur sjaldgæfar og flottar, sem verður gaman að reyna í Mýrinni. Tvær voru reyndar svo stórar að ég rétt komst hjá því að brjóta framrúðuna svo hægt væri að koma þeim fyrir. Þær lágu frá skottloki allt að þurrkum og aðeins snúið uppá toppana. Ég sauð  sultupott nr. tvö eftir hádegið. Og þvoði tvær vélar fyrir Guðbjörgu, hennar vél gafst upp af að þvo táfýlusokka fyrir Kf. Árborg. Þau fóru í sveitina, í berjamó og ætla svo að grilla í Leynigarði áður en þau koma heim.  Ég leit aðeins til nágrannanna. Og tók til í búrinu. Haddi og Ellý komu við um kaffileytið. Þau voru í Mýrinni um helgina og fengu "leigt" í hjólhýsinu í Gamla - Garði.  Þau voru að leggja gólf í húsið sitt í Miðgarði. Svo fórum við einn rúnt. Ég þurfti að taka tvær myndir fyrir ferðasögu og svo fórum við að kaupa rúðupiss í Júróprís. Þar er nefnilega ódýrasta rúðupissið. Við fórum til að líta á vegagerð í Sadvík, þar er nú búið að leggja Strokkhólsveg.

Ég held ég sé vitlaus, er hægt að birta svona mikið í einu? Alla vega les enginn nema hálfa leið. Og kvöldið er allt eftir. Over and át.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Ansi viðburðarrík"ekki að gera neitt sérstakt helgi" takk fyrir okkur .

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 26.8.2007 kl. 21:39

2 Smámynd: Josiha

Takk þúsund sinnum fyrir pössunina!

Josiha, 26.8.2007 kl. 23:41

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Endurtek að það var gaman að rekast á ykkur Árborgara Í túninu heima! Þetta með aldurinn -- þú ert náttúrlega 6 árum yngri en ég. Það er ég sem er 6 árum eldri -- og það skýrir hvers vegna ég misnotaði mér bás eldri borgara til að halda einkasýningu… Sem var annars prýðis skemmtun!

En þetta með sveit sem varð að bæ: Reykjavík tók hluta af Mosfellssveit eignarnámi árið sem þú fæddist, og þar með kotið sem við bæði fæddumst í. Og þegar Mos fékk kaupstaðarréttindi fyrir 20 árum, sem við vorum að halda upp á núna, var skylda að hnýta -bær eða -kaupstaður við nafnið. Mig minnir að Selfoss hafi heitað Selfossbær um tíma þó enginn hafi notað það. Né heldur Borgarnessbær, svo annað dæmi sé tekið.

Góð kveðja í Árborg (áður Selfossbæ) -- og að Flúðum (áður Hrunamannahreppi).

Sigurður Hreiðar, 27.8.2007 kl. 08:24

4 Smámynd: Rúnarsdóttir

Ég las þetta allt og er jafnvel að spá í að herma og gera roooosa langa færslu um helgina hjá mér. Og takk fyrir að segja ekki "til Hveragerðis" ... ég dey alltaf soldið inní mér þegar fólk setur það á prent.

Rúnarsdóttir, 27.8.2007 kl. 14:06

5 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Svona þér að segja Siggi Hreiðar á bý ég hreint ekki í Árborg.

Þetta heitir "Sveitarfélagið Árborg" og sú nafngift varð mér og fleirum nokkur sárabót á sínum tíma. Þeir stórhuga einstaklingar sem á sameiningar - árunum vildu búa í "borg" urðu að sætta sig við það. Þar með varð enginn borgarstjóri, ekki varð til borgarstjórn, borgarverkfræðingur varð enginn. Hér eru bara engir borgarbúar.   Þér að segja þá erum við frekar "sveitó" og verðum það vonandi áfram.

Rúnarsdóttir - ég hlakka til að lesa um helgina þína.

Helga R. Einarsdóttir, 27.8.2007 kl. 16:46

6 identicon

Já, þetta var greinilega spennandi helgi hjá þér og viðburðarík. :)

Ninna (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 20:20

7 identicon

Brjálað að gera við að gera ekki neitt.

Ég kom bara heim frá Svíþjóð og fór eldsnemma að sofa, drulluþreytt.

mýrarljósið (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 22:17

8 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hmm? Það er stundum langur í mér fattþráðurinn. Hvað er Árborg?

Sigurður Hreiðar, 28.8.2007 kl. 08:04

9 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Það sem sumir kalla Árborg eru sameinaðar sveitir hér í Flóa. Selfoss, Stokkseyri, Eyrarbakki og Sandvíkurhreppur. Þetta samkrull fékk nafnið Sveitarfélagið Árborg, á þeim forsendum að sameinuð sveitarfélög yrðu annaðhvort að heita einhverskonar "bær" eða byrja nafnið á sveitarfélag. Það er ekki öll endemis vitleysan eins. Þeir sem börðust fyrir sameiningu ætluðu sér að verða "borgarbúar",  en það mistókst.

Helga R. Einarsdóttir, 29.8.2007 kl. 07:37

10 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þetta hélt ég!

Góð kveðja til Árborgra!

Sigurður Hreiðar, 29.8.2007 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband