Hætta á alvarlegri limlestingu

Limlesting - skrýtið orð, ég held ég hafi aldrei skrifað það fyrr, en vona að sé rétt prentað. Já það er ekki frá því að ég sé svolítið hrædd um líf og limi þessa dagana. 

Eins og ég hef marga kennara í vetur þarf ég að fara í margar stofur. Níundi bekkur situr ekki aldeilis bara á rassinum og bíður eftir að kennarinn birtist. Nei, við förum til þeirra, alltaf í nýja og nýja stofu. Flestar stofur eru alveg ágætar, og allar svo snyrtilegar sem kostur er svona í vetrarbyrjun. En það er svolítið misjafn hiti og ekki alltaf hægt að draga fyrir glugga, sem er svolítið slæmt þegar sumarið er enn allsráðandi og sólin skín hátt á himni. 

Eiginlega er það bara í einni stofu sem ég er verulega óróleg. Þar snúa gluggarnir út að lokuðum garði, svo enginn trekkur kemur um opna gluggana. Gardínurnar eru ekki komnar úr hreinsun og þess vegna skín sólin beint inn. Það er svækjuhiti þó allir ofnar séu kaldir.

Til að bjarga þessu er vifta í loftinu. Stór og kraftmikil vifta sem skapar ofsarok í stofunni sé hún stillt á einhverja ferð. Dálítið óþægilegt að hemja vinnubækur og laus blöð, en þá er bara notast við þykkar harðspjaldabækur í þessari stofu. Mér finnst það allt í lagi, en hef áhyggjur af viftunni sjálfri.

Ég hef nefnilega verið á vinnustað með svona tæki áður og beinlínis horfði á þegar spaðarnir losnuðu af á ferð og lentu í vegg. Þar varð enginn maður fyrir, enda eins gott, það kom heljar gat í vegginn. En þetta gæti alveg komið fyrir mig í skólastofunni. Viftan gæti slitnað af á fullri ferð og fleygst út í horn, eða vegg. Þess vegna valdi ég mér og mínum nánustu sæti eftir aðstæðum í þessari stofu. Við sitjum beint undir viftunni, hún dettur aldrei beint niður. Kennarinn er hins vegar úti í horni, og það finns mér slæmt, þetta er ágætur kennari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Gefðu kennaranum hjálm

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 25.8.2007 kl. 00:12

2 identicon

Settu öryggið á oddinn Helga.. það er aldrei of varlega farið..

Erla Björg (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 11:16

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já ég er ekkert hrifin af svona viftum. Mér finnst gusturinn af þeim leiðinlegur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.8.2007 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband