Eins og hendi væri veifað fylltist allt af krökkum

Þau komu í dag. Mörg hundruð, af ýmsum stærðum og misjöfnum þroska birust þau allt í einu. Allt fylltist af skóm við útidyrnar. Það voru skór af ýmsum gerðum og stærðum, en örugglega flestir "ógeslega flottir og dýrir". Það lætur enginn sjá sig á fyrsta skóladegi í ljótum skóm. Þau hafa stækkað og þroskast, ótrúlegt hvað þrír hlýir og sólríkir sumarmánuðir geta skilað miklum vexti hjá krökkum. Þurrkurinn í sumar hefur auðvitað ekki haft sömu áhrif hjá þeim og gróðrinum. Þau verða sér úti um vatnið sjálf án þess að vera háð rigningunni. En það er sama hvort þau eru lítil eða stór, þá er gaman að fá þau aftur. Það eru margir nýir nemendur, það hefur verið árvisst síðustu ár að það kemur fullt af krökkum sem við þurfum að læra að þekkja. Einu sinni hélt ég að það væri útilokað að læra nöfin á 700 krökkum, en það er ekkert mál, bara taka einn bekk í einu og grufla svolítið í ættfræði og uppruna afa og ömmu.  Ég er núna í níunda bekk. Alveg einstakt lán yfir mér, ég fell aldrei á milli bekkja. Kannski endar með að ég skrölti í gegnum samræmdu?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ooo mig langar aftur í grunnskóla við að lesa þessa færslu...

Ninna (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 22:21

2 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Það var gaman að sjá bæinn í morgun iðandi af kátum krökkum á öllum aldri.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 22.8.2007 kl. 23:00

3 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Ég sé að þú tekur þetta skipulega eins og ég hef gert í gegnum árin á þeim leikskólum sem ég hef unnið á.  Tek eina deild í einu og jafnvel einn hóp í einu og svo er maður allt í einu búin að læra nöfnin á 100 krökkum.

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 23.8.2007 kl. 10:00

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Já Guðbjörg - skrýtið hvað þau verða allt í einu sýnileg. Hvar skyldu þau hafa verið í sumar?

Og Rannveig, ég hef ákveðið að taka jákvætt í það að verða vinur þinn. Það er ekki bara vegna þess hvað þú ert skipulögð í nafnanáminu, heldur líka af því ég þekki mikið af þinni fjölskyldu og gekk meira að segja nýlega með einni frænkunni veginn að baki Hurðabaki.  -  Skildiretta?

Helga R. Einarsdóttir, 23.8.2007 kl. 16:49

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já eflaust yndistleg að hitta börnin aftur glöð og hraust. 3 af mínum barnabörnum eru að byrja í skólanum. Litli Þór í 1 bekk og það er nú spennandi. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.8.2007 kl. 17:24

6 identicon

Hæ hæ Helga og takk fyrir daginn. Stórkostleg þessi börn sem fylltu skólann út út dyrum hjá okkur. Stór og smá.

kv Halla B.

Halla Baldursdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 21:02

7 Smámynd: Josiha

Nú ert þú inn í tölvuherbergi og ég inn í stofu. Og báðar erum við í tölvunum - í sama húsinu. Tæknin, ha? Já og takk fyrir matinn. Gleymdi að segja það áðan  Við Gummi erum að spá að fara að rölta út á videoleigu, ok?

Josiha, 23.8.2007 kl. 21:58

8 Smámynd: Rúnarsdóttir

Uppáhaldsgangavarðakonan mín í grunnskóla hét Svanhildur ...

Rúnarsdóttir, 24.8.2007 kl. 15:31

9 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég þekki hana, hún var að hætta þegar ég byrjaði í skólanum.

Við erum núna saman, ömmur Helgu Guðrúnar.

Helga R. Einarsdóttir, 24.8.2007 kl. 17:09

10 Smámynd: Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir

Ég þyrfti að fá að grenslast betur fyrir um þessa nafnatækni.  Get ómögulega munað nöfnin á mínum "börnum" sem eru þó mun færri en 700 og reyndar ekki börn lengur þar sem sjálfsagt sum þeirra eldri en ég

kveðja af Hvanneyri

Gunnfríður jr.

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, 24.8.2007 kl. 17:56

11 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Ég er sammála þér, mér finnst mikilvægt að þekkja nöfnin á öllum krökkunum í skólanum, jafnvel þó sjálfur bindi maður trúss sitt að mestu við einn bekk.

Mér er nokkur vandi á höndum við nafnanámið. U.þ.b. annar hver krakki sem kemur í minn skóla er útlendingur og nöfnin þeirra eru oft svolítið erfiðari. Þá getur maður heldur ekki tengt við pabba, mömmu, afa eða ömmu. En þetta síast inn...

Sigþrúður Harðardóttir, 25.8.2007 kl. 01:26

12 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Sko - Gunnfríður Elín - þú bara velur þér ákveðinn hóp af krökkum, eða gamalmennum, og lærir allt sem þú getur um hvern og einn. Það er mjög gott að vita eitthvað meira en bara strípað nafnið, þá er hægt að tengja og það hjálpar. So bara leggur þú þennan hóp til hliðar og byrjar á þeim næsta. Það fer vitanlega eftir því hvort söfnuðurinn telur  eitt eða fimm hundruð hvað þetta tekur langan tíma, en svona hálfa leið milli rétta og jóla myndi ég telja að dygði hjá þér. Ég er oft ekki alveg viss fyrr en á jólaföstu en við erum nú líka á sjötta hundrað. kv. 

Helga R. Einarsdóttir, 26.8.2007 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband