21.8.2007 | 21:43
Allt á floti á vellinum
Ég var að lesa "fagnaðarerindi" um rigninguna og sá að það er ekki bara gróðurinn sem nýtur þess að blotna. Íþróttir í bullandi bleytu, það er gaman. Fyrir þrjátíu og eitthvað árum varð til hópur ungra húsmæðra ( og barnsmæðra) á Selfossi, sem byrjaði að æfa handbolta.
Við fundum ungan íþróttakennara og knattspyrnuþjálfara og gerðum samning við hann um tvær æfingar á viku. En við höfðum ekkert húsnæði. Það var reyndar ekkert nauðsynlegt að æfa handbolta í húsi á þeim árum, ekki nema í mestu harðindum á vetrum.
Þetta fór af stað á miðju sumri og við æfðum á íþróttavellinum. Ég man ekki hvort við fengum eitthvert leyfi til þess, það var aldrei neinn á vellinum. Kannski spurðum við samt einhvern. En það sem ég man best og var mest gaman var hvað rigndi mikið á Selfossi þetta síðsumar. Völlurinn var oftast rennandi blautur og stundum einn alsherjar pollur. Þá gerðum við upphitunaræfingar liggjandi og sitjandi í pollinum. Þegar fór að kólna fengum við inni í salnum í Sandvíkurskóla, sem hét nú þá bara Barnaskólinn.
Við fórum alla vega einu sinni á landsleik í Laugardalshöllinni, með rútu frá Jóni og Snorra. Gunni Skúla var líka með og sjálfsagt fullt af öðrum strákum. Mennirnir okkar pössuðu börnin á meðan.
Við æfðum samviskusamlega allan veturinn og vorum svo fengnar til að keppa í tveimur liðum úti á velli á 17. júni. Við vorum orðnar skuggalega góðar. Svo góðar að Ungmennafélagið vildi eigna sér okkur og senda í keppnisferðir handan yfir heiðina. En við áttum allar fullt af litlum börnum og illa heimangengt. Það endaði með að við urðum að hætta til að fá frið. Ég veit ekki um annað íþróttalið sem hefur orðið svo gott að það varð að leggja upp laupana. Við hétum heldur aldrei neitt, vorum bara svona tuttugu stelpur að leika okkur.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta hefði verið stórfrétt í Séð og heyrt
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 22.8.2007 kl. 00:00
Veiðimaðurinn kominn heim, búin að fylla allt frystipláss af hreindýrasteikum.
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 22.8.2007 kl. 00:01
Afmælisdagurinn hans er kominn
...nú er ég hætt!
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 22.8.2007 kl. 00:02
Til hamingju með hann. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 22.8.2007 kl. 07:37
Það var gaman að lesa þessa minningu. kv
Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.8.2007 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.